Samkór Árskógsstrandar (1977-95)

Samkór Árskógsstrandar lét ekki mikið yfir sér meðan hann starfaði og líklega starfaði hann ekki samfellt á því næstum tveggja áratuga tímabili sem starfstími hans náði yfir á árunum 1977 til 1995. Guðmundur Þorsteinsson var stjórnandi Samkórs Árskógsstrandar alla tíð en kórinn innihélt um þrjátíu manns um tíma, hann hélt tónleika í nokkur skipti og…

Söngfélag Árskógsstrandar (1910-11)

Söngfélag mun hafa verið starfrækt veturinn 1910-11 á Árskógsströnd en þann vetur sinnti Snorri Sigfússon barnaskólakennslu og mun hafa verið maðurinn á bak við það. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þetta söngfélag, sem mun hafa gengið undir nafninu Söngfélag Árskógsstrandar en líklegast hlýtur að teljast að það hafi verið skipað börnum og unglingum.

Strandaglópar [1] (1989-92)

Ballhljómsveitin Strandaglópar frá Árskógsströnd við Eyjafjörð er í raun saman sveit og hefur síðustu áratugina starfað á ballmarkaðnum undir nafninu Bylting (og með nokkuð breytta meðlimaskipan í gegnum tíðina) en skyldleikinn við hina upprunalegu sveit er nú orðinn fremur lítill. Hópurinn sem upphaflega skipuðu Strandaglópa hafði starfað saman frá árinu 1989 en ekki er þó…

Bylting (1992-)

Hljómsveitin Bylting á sér sögu sem nær allt til ársins 1989 þótt ekki hafi hún allan tímann starfað undir sama nafni. Kjarni sveitarinnar, sem er upphaflega frá Árskógsströnd, hefur starfað saman síðan árið 1989 en það var þó ekki fyrr en 1992 sem hún hlaut nafnið Bylting, áður gekk hún  undir nafninu Strandaglópar. Meðlimir hennar…

Durex colour (1984-86)

Hljómsveitin Durex colour starfaði á Árskógsströnd á árunum 1984 til 86. Meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum en þeir voru Hilmir Svavarsson trommuleikari, Steingrímur Karlsson hljómborðsleikari, Frímann Rafnsson gítarleikari og Halldór Halldórsson bassaleikari.