Sjómannakórinn á Ísafirði (1938-46)

Karlakór var starfræktur á Ísafirði fyrir miðja síðustu öld undir nafninu Sjómannakórinn á Ísafirði en eins og nafnið gefur til kynna var hann eingöngu skipaður sjómönnum og var sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Kórinn kom að öllum líkindum fyrst fram á fyrsta sjómannadeginum sem haldinn var hátíðlegur, í júní 1938 en síðan þá…

Miranda [2] (1994-96)

Á árunum 1994 til 1996 starfaði hljómsveit á Akureyri undir nafninu Miranda (einnig nefnd Míranda / Mýranda), en þessi sveit spilaði víða á dansleikjum nyrðra og jafnvel á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Páll Steindór Steindórsson söngvari, Hallgrímur Ingvarsson gítarleikari, Sigurður Ingvarson bassaleikari og Ásgeir Ingvarsson trommuleikari. Miranda átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur,…

Neikvæði sönghópurinn (1979)

Neikvæði sönghópurinn var skammlífur kór sem var angi af Kórs Rauðsokka en Ásgeir Ingvarsson var stjórnandi hans. Ekkert bendir til annars en að kórinn hafi einungis verið starfandi í fáeina mánuði fyrri hluta árs 1979, en hann kom fram opinberlega í nokkur skipti þann stutta tíma.

Kór Rauðsokka (1978-82)

Ótrúlega fáar heimildir er að finna um Sönghóp / Kór Rauðsokka, sem þó var nokkuð áberandi á samkomum kvenréttindafólks á áttunda áratugnum. Í fyrstu var um að ræða lítinn hóp sem gekk undir nafninu Sönghópur Rauðsokka (Sönghópur Rauðsokkuhreyfingarinnar) og kom fyrst fram vorið 1978 en hann var stofnaður upp úr Kór Alþýðumenningar sem þá hafði…

Alþýðukórinn (1950-67)

Alþýðukórinn svokallaði var öflugur blandaður kór sem starfaði innan verkalýðshreyfingarinnar um árabil á tuttugu öldinni, má segja að hlutverk kórsins hafi verið svipað því sem Lúðrasveit verkalýðsins hefur haft innan hreyfingarinnar. Alþýðukórinn (í upphafi nefndur Söngfélag verkalýðssamtakanna, stundum jafnvel Söngfélag verkalýðsfélaganna) var stofnaður í ársbyrjun 1950 og var Sigursveinn D. Kristinsson fyrsti stjórnandi kórsins, hann gegndi…