Kór Rauðsokka (1978-82)

Sönghópu Rauðsokka

Söngflokkur Rauðsokka með Hjördísi Bergsdóttur gítarleikara

Ótrúlega fáar heimildir er að finna um Sönghóp/Kór Rauðsokka, sem þó var nokkuð áberandi á samkomum kvenréttindafólks á áttunda áratugnum.

Í fyrstu var um að ræða lítinn hóp sem gekk undir nafninu Sönghópur Rauðsokka og kom fyrst fram vorið 1978. Fljótlega fjölgaði svo um munaði í hópnum og um haustið var farið að kalla hópinn kór, Kór Rauðsokka. Þegar mest var voru á þriðja tug meðlima í kórnum, af báðum kynjum, undir stjórn Ásgeirs Ingvarssonar.

Hvergi er að finna neinar upplýsingar um hverjir skipuðu þennan hóp, eða hvort einhverjir úr tengjast plötunni Áfram stelpur sem kom út árið 1975.

Kór Rauðsokka starfaði allt til vorsins 1982, með einhverjum hléum þó.