Skólahljómsveitir Menntaskólans á Laugarvatni (1958-)

Menntaskólinn á Laugarvatni (ML) hafði lengi þá sérstöðu meðal menntaskóla að vera afskekktari en aðrir slíkir og því var jafnan lögð á það áhersla að hljómsveit væri starfandi innan skólans svo ekki þyrfti að sækja hljómsveitir um lengri vegalengdir til að leika á dansleikjum og öðrum skemmtunum. Menntaskólinn að Laugarvatni var stofnaður 1953 og fljótlega…

Fjallasveinar (?)

Fjallasveinar var lítill kór eða tvöfaldur kvartett sem starfaði í Vestur-Eyjafjallahreppi fyrir margt löngu, hugsanlega í kringum 1960. Á einhverjum tímapunkti skipuðu hópinn þeir Leifur Einarsson, Baldur Ólafsson, Vigfús Sigurðsson, Eysteinn Einarsson, Ólafur [?], Jóhann Bergur Sveinsson, Bjarni Böðvarsson og Magnús Sigurjónsson Kórinn söng á skemmtunum í hreppnum um árabil en ekki liggur fyrir hversu…

Hljómsveit Villa Valla (1950-2014)

Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) rakari á Ísafirði starfrækti fjölda hljómsveita frá því um miðja síðustu öld og allt fram á annan áratug þessarar aldar, og skipta meðspilarar hans tugum í þeim sveitum. Sveitir Villa Valla hafa verið allt frá tríóum og upp í sjö manna bönd en oftast var um kvartetta að ræða, ekki er…

Blossar og Barði (1964-65)

Hljómsveitin Blossar og Barði starfaði í nokkra mánuði um miðjan sjöunda áratuginn á Ísafirði. Sveitin var stofnuð upp úr V.V. og Barða sem hafði verið starfandi þar í bæ í nokkurn tíma, Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) hljómsveitarstjóri þeirrar sveitar lagði hana niður um vorið 1964 en hinir meðlimir sveitarinnar héldu áfram undir nafninu Blossar og…

Sexmenn [1] (1964 / 1967)

Hljómsveitin Sexmenn (Sex menn) starfaði á sjöunda áratugnum á Ísafirði, upphaflega sumarið 1964 og svo aftur þremur árum síðar (1967). Sveitin var stofnuð vorið 1964 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) saxófón- og harmonikkuleikari, Barði Ólafsson söngvari, Baldur Ólafsson [bassaleikari?], Þórarinn Gíslason píanóleikari, Guðmundur Marinósson trommuleikari og Ólafur Pálsson saxófónleikari…