Hljómsveit Þorvaldar Björnssonar (1970-73 / 1989-2005)

Þorvaldur Björnsson harmonikkuleikari, tónmenntakennari, organisti og kórstjóri starfrækti hljómsveitir á tveimur tímaskeiðum, annars vegar um og upp úr 1970 og hins vegar um og eftir 1990. Fyrri hljómsveit Þorvaldar Björnssonar lék um nokkurra ára skeið í Ingólfcafe og spilaði þar fyrir gömlu dönsunum. Þessi sveit tók til starfa þar vorið 1970 og lék til ársloka…

Sýslumenn (1994)

Harmonikkuleikararnir Grettir Björnsson og Örvar Kristjánsson starfræktu um nokkurra mánaða skeið að minnsta kosti tríó ásamt trommuleikaranum Barða Ólafssyni undir nafninu Sýslumenn árið 1994. Sýslumenn léku á nokkrum harmonikkudansleikjum víða um land um sumarið 1994 og eitthvað fram eftir haustið, og kom sveitin einnig fram í þætti Hermanns Gunnarssonar, Á tali hjá Hemma Gunn meðan…

Gaukar [2] (1975-81)

Hljómsveit, að öllum líkindum tríó sem mestmegnis lék gömlu dansana starfaði á höfuðborgarsvæðinu um nokkurra ára skeið frá því um miðbik áttunda áratugarins og fram á þann níunda, og lék mestmegnis á dansstöðum í borginni. Gaukar störfuðu af því er virðist frá haustinu 1975 og fram á sumar 1981 en undir það síðasta lék hún…

Hljómsveit Villa Valla (1950-2014)

Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) rakari á Ísafirði starfrækti fjölda hljómsveita frá því um miðja síðustu öld og allt fram á annan áratug þessarar aldar, og skipta meðspilarar hans tugum í þeim sveitum. Sveitir Villa Valla hafa verið allt frá tríóum og upp í sjö manna bönd en oftast var um kvartetta að ræða, ekki er…

Blossar og Barði (1964-65)

Hljómsveitin Blossar og Barði starfaði í nokkra mánuði um miðjan sjöunda áratuginn á Ísafirði. Sveitin var stofnuð upp úr V.V. og Barða sem hafði verið starfandi þar í bæ í nokkurn tíma, Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) hljómsveitarstjóri þeirrar sveitar lagði hana niður um vorið 1964 en hinir meðlimir sveitarinnar héldu áfram undir nafninu Blossar og…

Sexmenn [1] (1964 / 1967)

Hljómsveitin Sexmenn (Sex menn) starfaði á sjöunda áratugnum á Ísafirði, upphaflega sumarið 1964 og svo aftur þremur árum síðar (1967). Sveitin var stofnuð vorið 1964 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) saxófón- og harmonikkuleikari, Barði Ólafsson söngvari, Baldur Ólafsson [bassaleikari?], Þórarinn Gíslason píanóleikari, Guðmundur Marinósson trommuleikari og Ólafur Pálsson saxófónleikari…