Óttablandin virðing (1991)

Óttablandin virðing var skammlíf hljómsveit starfandi sumarið 1991 en þrír meðlimir hennar höfðu verið viðloðandi uppfærslu Menntaskólans við Hamrahlíð á söngleiknum Rocky horror picture show veturinn á undan. Þremenningarnir voru Kristján Eldjárn gítarleikari, Guðjón Bergmanna söngvari og Guðmundur Stefánsson trommuleikari en auk þeirra voru Hjörtur Howser hljómborðsleikari og Bergur Heiðar Birgisson bassaleikari í Óttablandinni virðingu.

Foreign Land og Dirty Deal Bluesband á Café Rósenberg

Blúshljómsveitirnar Foreign Land (áður Marel Blues Project) og The Dirty Deal Bluesband munu troða upp á Café Rósenberg Klapparstíg, laugardaginn 9. maí. 22.00 – The Dirty Deal Bluesband 23.00 – Foreign Land Endilega mætið nú tímalega til að tryggja ykkur sæti! Það er einnig frábær matseðill á Café Rosenberg! Foreign Land eru: Brynjar Már Karlsson Einar Rúnarsson…

Nota bene (1988)

Hljómsveit var starfandi undir þessu nafni 1988 en hún var frá Ólafsvík og Tálknafirði. Nota bene keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar vorið 1988 og voru meðlimir hennar þá Gunnar Bergmann Traustason trommuleikari, Ágúst Leósson gítarleikari, Bergur H. Birgisson bassaleikari og Guðjón Jónsson söngvari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa hljómsveit en hún…