Hljómsveit Hjördísar Geirs (1985 / 1992-2009)

Segja má að tvær hljómsveitir megi kenna við söngkonuna Hjördísi Geirsdóttur, annars vegar var um að ræða hljómsveit sem Hjördís söng með haustið 1985 á skemmtistaðnum Ríó við Smiðjuveg í Kópavogi í nokkur skipti en engar upplýsingar er að finna um þá sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan aðrar en að hún lék gömlu dansana og…

Hljómsveit Birgis Ottóssonar (1987)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit Birgis Ottóssonar en hún virðist hafa verið fremur skammlíf sveit sem starfaði vorið 1987. Hugsanlega var þessi sveit í samstarfi við Sigríði Hannesdóttur leikkonu en þau komu fram á samkomum hjá sjálfstæðisflokknum um það leyti. Hér er því óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana auk…

Basil fursti (1978-80)

Basil fursti var nokkuð þekkt ballhljómsveit á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar en hún skartaði þá m.a. söngvaranum Eiríki Haukssyni sem þá var að stíga sín fyrstu spor í tónlistarbransanum. Það voru þeir bræður Andri Örn Clausen söngvari og gítarleikari og Michael Clausen gítarleikari, Jón Karl Ólafsson hljómborðsleikari (síðar athafnamaður), Erlingur Kristmundsson trommuleikari og…

Tíglar [4] (1983-2008)

Hljómsveitin Tíglar (Tíglarnir) var langlíf sveit sem spilaði einkum gömlu dansana og lék um árabil á danshúsum í Reykjavík við fastráðningu, líftími hennar var líklega frá 1983 og fram á þessa öld, jafnvel til 2008 eða lengur en hin síðari ár starfaði hún fremur stopult. Meðlimaskipan Tígla var eitthvað á reiki enda starfa langlífar sveitir…

Piccolo (1975-76)

Hljómsveitin Piccalo var sveit nokkurra mennskælinga í Reykjavík veturinn 1975-76 og verður varla minnst fyrir annað en að vera fyrsta hljómsveit Eiríks Haukssonar. Sveitarinnar er fyrst getið haustið 1975 í fjölmiðlum og síðast er hún auglýst fyrir áramótadansleik svo gera má ráð fyrir að hún hafi starfað fram á 1976. Meðlimir Piccolo voru áðurnefndur Eiríkur…

Octopus (1977-79)

Reykvíska hljómsveitin Octopus hafði á að skipa nokkrum meðlimum sem síðar áttu eftir að mynda hljómsveitina Start, sveitin starfaði í ríflega eitt ár og spilaði einkum á böllum á höfuðborgarsvæðinu. Octopus var stofnuð haustið 1977 af þeim Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara, Gústafi Guðmundssyni trommuleikara, Jóhanni Friðrik Clausen píanó- og hljómborðsleikara, Birgi Ottóssyni bassaleikara og Eiríki Haukssyni…