Hafrót (1973-2017)

Það finnast vart lífseigari ballsveitir en hljómsveitin Hafrót sem mun hafa starfað nokkuð samfleytt í yfir fjörutíu ár, reyndar með miklum mannabreytingum – það miklum reyndar að upprunalegu meðlimir sveitarinnar höfðu fyrir löngu síðan yfirgefið hana þegar hún hætti störfum. Reyndar var það svo við upplýsingaöflun þessarar umfjöllunar að efi kom upp að um sömu…

Frílyst (1981-91)

Hljómsveitin Frílyst (einnig nefnd Frílist) starfaði í um áratug og var afkastamikil á árshátíðasviðinu og þess konar samkomum, sveitin lék þó einnig á sveitaböllum og skemmtistöðum eins og Klúbbnum. Frílyst kemur kemur fyrst fyrir í fjölmiðlum árið 1981 og var þá sögð vera að norðan en önnur heimild segir sveitina vera úr Reykjavík, á tímabili…

Capital (1979-80)

Skólahljómsveit Samvinnuskólans á Bifröst bar heitið Capital veturinn 1979-80 en hefð var fyrir því að hljómsveit starfaði innan skólans og léki á ýmsum samkomum innan hans. Meðlimir Capital voru þeir Sigurður Vilberg Dagbjartsson gítarleikari, Magnús Stefánsson bassaleikari, Birgir Sævar Jóhannsson gítarleikari, Ingimar Jónsson trommuleikari og Kristján Björn Snorrason harmonikku- og hljómborðsleikari. Einnig munu þeir Friðrik…

Upplyfting (1975-)

Saga hljómsveitarinnar Upplyftingar er nær samfelld frá árinu 1975 og hún telst því vera með eldri sveitum landsins, oft er hún sögð vera frá Samvinnuskólanum á Bifröst – stofnuð þar 1979 eða 80 en hún er nokkrum árum eldri en það og kemur upphaflega frá Hofsósi. Eitt megin einkenni Upplyftingar er, reyndar eins og hjá…