Hljómsveit Steingríms Stefánssonar (1978-89)

Hljómsveit Steingríms Stefánssonar á Akureyri starfaði um árabil á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og lék við nokkrar vinsældir á Akureyri og nærsveitum en fór einnig víðar um norðan- og austanvert landið með spilamennsku og jafnvel allt suður til Stöðvarfjarðar. Hljómsveitin var stofnuð árið 1978 af Steingrími Stefánssyni en hann var gamalreyndur reynslubolti úr…

Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar (1961 / 1965-92)

Saga hinnar einu sönnu Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar er tvíþætt, annars vegar lék sveitin um árabil á Hótel Sögu við miklar vinsældir – reyndar svo miklar að þegar ný hljómsveit tók við henni var sú sveit nánast púuð niður af tryggum og prúðbúnum miðaldra dansleikjagestum, hins vegar lék sveitin yfir sumartímann ásamt fleiri skemmtikröftum undir nafninu…

Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar (1978-)

Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Kjartansson hafði starfað með fjölmörgum þekktum hljómsveitum á sjöunda og áttunda áratugnum og meðal þeirra má nefna sveitir eins og Trúbrot, Hauka, Júdas og Óðmenn en það var ekki fyrr en undir lok áttunda áratugarins sem hann stofnaði í fyrsta sinn hljómsveit í eigin nafni, eftir það starfrækti hann slíka sveit linnulítið…

Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar (1957-72 / 1981-82)

Magnús Ingimarsson píanóleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni en ein þeirra var afar vinsæl húshljómsveit á Röðli til margra ára og um leið stúdíóhljómsveit sem lék inn á fjölda hljómplatna en Magnús starfaði á annan áratug sem útsetjari og hljómsveitarstjóri fyrir SG-hljómplötu-útgáfuna. Fyrsta hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar starfaði undir lok sjötta áratugarins en ekki liggja…

H.H. kvintett (1961-65)

Á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar var starfrækt af ungum mönnum sem flestir voru innan við tvítugt hljómsveit á Akureyri sem bar heitið H.H. kvintett (og reyndar síðar H.H. kvartett) en sveitin var lengi húshljómsveit á Hótel KEA auk þess sem hún lék víða um norðanvert landið á dansleikjum s.s. í Vaglaskógi um verslunarmannahelgar,…

Sumargleðin [1] (1972-86)

Sumargleðin var ómissandi þáttur í sveitaballamenningu áttunda og níunda áratugarins og beinlínis nauðsynlegur sumargestur skemmtanaþyrstra landsbyggðarmanna þar sem hópurinn troðfyllti hvert félagsheimilið á fætur öðru sumar eftir sumar. Þegar best lét skemmti Sumargleðin allt að þrjátíu og fimm til fjörutíu sinnum á tæplega tveggja mánaða sumartúrum sínum í júlí og ágúst, og munaði ekki um…

Næturgalar [2] (1972-97)

Hljómsveit sem sérhæfði sig líklega í gömlu dönsunum starfaði á áttunda áratug síðustu aldar undir nafninu Næturgalar en þá hafði sveit með sams konar nafn verið starfandi um nokkurra ára skeið og því allt eins líklegt að einhvers konar ruglingur milli sveitanna sé fyrir hendi. Þessi sveit starfaði líklega fyrst á árunum 1972 til 1977…

Busabandið [1] (1960-64)

Busabandið, skólahljómsveit Menntaskólans á Akureyri, starfaði í um fjögur ár á fyrri hluta sjöunda áratugs liðinnar aldar, og ól af sér nokkra kunna tónlistarmenn. Það voru Skagamennirnir Arnmundur Backman saxófón- og harmonikkuleikari og Friðrik Guðni Þórleifsson píanóleikari, þá busar í Menntaskólanum á Akureyri, sem stofnuðu Busabandið haustið 1960 en þeir höfðu fyrr um árið átt…

Jazztríó Birgis Karlssonar (1985 / 1997-98)

Birgir Karlsson starfrækti a.m.k. tvívegis djasstríó á Akureyri, í fyrra skiptið um miðjan níunda áratug síðustu aldar og síðan rúmum áratug síðar. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu tríóið með Birgi árið 1985 en það lék í kjallara Sjallans á Akureyri í nokkur skipti allavega. 1997 og 98 voru Karl Petersen trommuleikari og Stefán Ingólfsson bassaleikari…

Aðalsteinn Ísfjörð – Efni á plötum

Jón Hrólfsson og Aðalsteinn Ísfjörð – Samspil Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 27 Ár: 1984 1. Champagne polka 2. Hilsen fra Mälselv 3. Hjortlands reinlender 4. Serenade in the night 5. Jämtgubben polka 6. Scottish brilliante 7. Prior accordion club march 8. Balled i Belgium 9. I ur och skur 10. Veiðimaðurinn 11. Blomsterbuketten 12. Skärgårdsflirt 13.…