Haraldur Þorsteinsson (1952-)

Það eru áreiðanlega engar ýkjur að nafn Haraldar Þorsteinssonar bassaleikara kemur einna oftast upp þegar skimað er eftir nöfnum hljóðfæraleikara á plötum en bassaleik hans er líklega að finna á þriðja hundrað platna sem komið hafa út hérlendis, auk þess er leitun að hljóðfæraleikara sem starfað hefur með svo mörgum þekktum hljómsveitum. Það er jafnframt…

Bítlavinafélagið (1986-90)

Saga Bítlavinafélagsins er í raun svolítið sérstök, sveitin byrjaði sem undirleikur fyrir kór, þá tók við tónleikadagskrá tengd John Lennon, útgáfa platna með frumsömdu og eldri íslenskum bítlalögum með hæfilegu glensi og við miklar vinsældir en endaði með alvarlegri frumsaminni tónlist sem sló ekki eins í gegn. Sveitin sendi frá sér nokkrar plötur. Upphaf sveitarinnar…

Rabbi (1954-2004)

Rafn Jónsson tónlistarmaður (f. 1954) eða Rabbi eins og hann var iðulega nefndur, á rætur sínar að rekja til Vestfjarða og starfaði hann lengst af á Ísafirði þótt fæddur sé á Suðureyri við Súgandafjörð. Rafn var á Ísafirði trommuleikari í hljómsveitum eins og Perlunni/Útför Rabba Jóns, Náð, Ýr (sem gaf út plötuna Ýr er skýr/Ýr…

Radíus bræður (1992-)

Radíus bræðurnir Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson voru áberandi skemmtikraftar á tíunda áratug síðustu aldar en þeir þóttu þá ferskir og með nýja grínnálgun sem var í grófara lagi en féll í góðan jarðveg, einkum hjá ungu fólki. Þótt þeir Radíus bræður væru þekktastir fyrir uppistönd sín og útvarpsþætti birtust þeir einnig sem…