Bergmál [2] (1986-87 / 1991-95)

Danshljómsveitin Bergmál starfaði á Egilsstöðum um árabil og gerði reyndar víðreisn um landið um tíma. Skipta má sögu Bergmáls í tvö tímaskeið. Sveitin var stofnuð haustið 1986 og starfaði fyrst í um eitt ár eða fram á sumarið 1987, meðlimir hennar í upphafi voru Friðjón Jóhannsson bassaleikari (Mánatríó, Panic o.fl.), Sigurður Jakobsson trommuleikari (Fásinna, Nefndin…

Hljómsveit Hreggviðs Jónssonar (1983-89)

Harmonikkuleikarinn Hreggviður Jónsson frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð starfrækti hljómsveit í eigin nafni á níunda áratug síðustu aldar, sveitin lék víða um austanvert landið og ýmsir komu við sögu hennar meðan hún starfaði. Hljómsveit Hreggviðs Jónssonar var stofnuð austur á Héraði haustið 1983 og starfaði hún líklega nokkuð óslitið til vorsins 1989 en þó kann að…

Efri deild alþingis (1991)

Efri deild Alþingis er hljómsveit frá Egilsstöðum, starfandi 1991. Það ár átti sveitin lag á safnplötunni Húsið, meðlimir voru þá Sólný Pálsdóttir söngkona, Bjarni H. Kristjánsson gítarleikari, Gunnlaugur Kristinsson gítarleikari, Ingvar Jónsson hljómborðsleikari, Sigurður Jóhannes Jónsson trommuleikari og Sveinn Ari Guðjónsson bassaleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Efri deild Alþingis.

Fásinna (1983-85)

Hljómsveitin Fásinna frá Eiðum og Egilsstöðum var starfandi á árunum 1983-85 en hún vann sér það helst til frægðar að sigra hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunamannahelgina 1984, þar veitti sveitin verðlaununum viðtöku úr hendi Ringos Starr sem þar var staddur. Ennfremur tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1985, komst þar í úrslit og gerði gott…