Drengirnir hennar Rósu (1990-93)

Hljómsveitin Drengirnir hennar Rósu (DHR) starfaði með hléum á árunum 1990-93 og lék mestmegnis á Gauki á Stöng en einnig á nokkrum sveitaböllum á landsbyggðinni. Meðlimir Drengjanna hennar Rósu voru þeir Bergur Heiðar Birgisson bassaleikari, Trausti Jónsson trommuleikari og söngvari, Björn Leifur Þórisson hljómborðsleikari og söngvari og Ævar Sveinsson gítarleikari. Einnig komu Guðmundur Stefánsson trommuleikari…

Uzz (1998-2002)

Uzz starfaði í kringum aldamótin 2000 og hugsanlega mun lengur en litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit. Uzz var fyrst og fremst sólóverkefni Mýrdælingsins Björns Leifs Þórisson sem hafði starfað með sveitum eins og Lögmönnum og Rocket á unglingsárum sínum. Uzz kom fram í ýmsum birtingarmyndum, fyrst í blaðaumfjöllun vorið 1998 sem dúett…

Rocket (1984-86)

Hljómsveitin Rocket (síðar Lögmenn) naut mikilla vinsælda á heimaslóðum sínum í Vík í Mýrdal og nærsveitum um og eftir miðjan níunda áratuginn. Sveitin var stofnuð 1984 og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985, þá skipuð þeim Birni Leifi Þórissyni söngvara og hljómborðsleikara, Einari B. Hróbjartssyni gítarleikara, Birni Sigurðssyni bassaleikara og Guðmundi Stefánssyni trommuleikara, sveitin…

Aukinn þrýstingur (1988-89)

Hljómsveitin Aukinn þrýstingur var stofnuð í tengslum við útgáfu á plötu Valgeirs Guðjónssonar, Góðir Íslendingar, sem kom út fyrir jólin 1988. Tveir meðlimir sveitarinnar, gömlu kempurnar Björgvin Gíslason gítarleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari, höfðu leikið undir á plötunni með Valgeiri og þegar til stóð að kynna hana með spilamennsku bættust ungliðarnir Björn Leifur Þórisson hljómborðsleikari (Lögmenn,…