Hljómsveit Illuga (1978-2001)

Hljómsveit Illuga Þórarinssonar á Húsavík er með langlífari ballhljómsveitum Þingeyinga en sveitin starfaði í um tuttugu og þrjú ár, reyndar gæti hún hafa verið starfandi enn lengur – það sérstæðasta við þessa sveit er þó að hún starfaði í áratug eftir andlát hljómsveitarstjórans. Hljómsveit Illuga mun hafa verið stofnuð haustið 1978 en stofnmeðlimir hennar voru…

Haukar [1] (1962-76)

Hljómsveitin Haukar starfaði um árabil norður á Húsavík, um svipað leyti og sveitin var stofnuð var önnur sveit stofnuð sunnan heiða undir sama nafni sem varð til þess að sú norðlenska – sem hér um ræðir var eftirleiðis kölluð Húsavíkur-Haukar til aðgreiningar frá þeirri sunnlensku. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1962 en ekki liggur…

Haukar [4] (1988-89)

Hljómsveitin Haukar var stofnuð á Húsavík haustið 1988 og var sú sveit byggð á grunni hinnar eldri Hauka, Húsavíkur-Hauka sem höfðu starfað löngu fyrr. Hljómsveitin sem líklega varð ekki langlíf lék á dansleikjum eitthvað um veturinn 1988-89 en virðist ekki hafa starfað lengur en það, meðlimir hennar voru þeir Karl Hálfdánarson bassaleikari og Bragi Ingólfsson…

Strákabandið (1989-2017)

Hljómsveitin Strákabandið starfaði innan Harmonikufélags Þingeyinga, var þar yfirleitt nokkuð virk enda var töluverð endurnýjun meðal meðlima sveitarinnar. Hún sendi frá sér tvær plötur. Strákabandið var eins og reyndar mætti giska á, skipuð hljóðfæraleikurum í eldri kantinum en sveitin hafði í raun verið starfandi síðan Harmonikufélag Þingeyinga var stofnað 1978, þá hafði verið stofnuð hljómsveit…

Jazzþingeyingar (1990)

Djasskvartettinn Jazzþingeyingar störfuðu á Húsavík 1990. Það sama sumar lék sveitin á Jazzhátíð Egilsstaða og voru meðlimir hennar Haraldur Jóhannesson baritón saxófónleikari, Sigurður Friðriksson píanóleikari, Leifur Vilhelm Baldursson bassaleikari og Bragi Ingólfsson trommuleikari. Sveitin hafði þá verið stofnuð nokkrum vikum fyrr. Um haustið hafði Birgir Jósefsson tekið við trommunum af Braga. Jazzþingeyingar virðast ekki hafa…

Víbrar [1] (1965-72)

Hljómsveitin Víbrar (stundum nefnd Víbrar og Hafliði) starfaði á árunum 1965-70 (ein heimild segir hana hafa starfað til 1972) á Húsavík og lék einkum á heimaslóðum norðanlands. Lengst af var sveitin skipuð þeim Braga Ingólfssyni trommuleikara og söngvara, Birni Gunnari Jónssyni gítarleikara, Þórhalli Aðalsteinssyni orgelleikara, Leifi Vilhelm Baldurssyni bassaleikara og Hafliða Jósteinssyni söngvara. Aðalsteinn Ísfjörð…