Capó (1995)

Hljómsveitin Capó starfaði í Dalabyggð vor og sumar 1995, í nokkra mánuði að minnsta kosti. Meðlimir sveitarinnar voru þau Herdís Gunnarsdóttir söngkona, Sigurður Rögnvaldsson [?], Sigurður Sigurjónsson [?], Jói [?] Baldursson [?] og Ingvar Grétarsson [?], yngsti meðlimur sveitarinnar mun hafa verið fjórtán ára gamall en ekki liggur fyrir hver það var. Capó lék á…

Vorboðinn (1947-)

Vorboðinn er líkast til með elstu starfandi kórum á landsbyggðinni en ekki liggur þó fyrir hvort hann hefur starfað samfleytt allan tímann frá árinu 1947 þegar hann var settur á laggirnar. Kórinn var reyndar ekki stofnaður formlega fyrr en í janúar 1948 en aðal hvatamenn að stofnun hans voru hjónin Magnús Rögnvaldsson og Elísabet Guðmundsdóttir…

Björn Stefán Guðmundsson (1939-2018)

Björn Stefán Guðmundsson kennari og skólastjóri úr Dölunum var hljóðfæraleikari og ljóðskáld en vinir og velunnarar gáfu út plötu með lögum við ljóð hans. Björn var frá Reynikeldu á Skarðsströnd, fæddur 1939 en fluttist tuttugu og fjögurra ára gamall í Dalina þar sem hann starfaði lengst af sem kennari og skólastjóri. Hann lék á harmonikku…

Roðar (1967-68)

Nær engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Roða frá Búðardal en hún er auglýst tvívegis á síðum Morgunblaðsins í upphafi árs 1968, sem önnur af tveimur hljómsveitum á sviði Glaumbæjar. Upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.

Suðvestan hvassviðri (um 1985)

Suðvestan hvassviðri er hljómsveit sem Friðrik Sturluson bassaleikari (Sálin hans Jóns míns o.fl.) var í á árum áður. Ekki er ólíklegt að hún hafi verið starfrækt í Búðardal, heimabæ Friðriks. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um þessa sveit.