Suðvestan hvassviðri (um 1980)

Suðvestan hvassviðri

Suðvestan hvassviðri var hljómsveit sem var starfrækt í héraðsskólanum á Laugum í Sælingsdal líklega einhvern tímann á árunum milli 1980 og 85. Var gjarnan talað um að skammstöfunin á nafni sveitarinnar væri R.O.K.

Fyrir liggur að Friðrik Sturluson bassaleikari (Sálin hans Jóns míns o.fl.) og Sigurður Svansson [?] voru í sveitinni og einnig munu Óli Toll [?] og Helgi [?] hafa verið meðlimir hennar en óskað er eftir frekari upplýsingum um nöfn þeirra síðar nefndu og hljóðfæraskipan.