Afmælisbörn 4. apríl 2016

Friðrik Sturluson1

Friðrik Sturluson

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi:

Friðrik Guðjón Sturluson bassaleikari frá Búðardal er fimmtíu og eins árs á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Fríðu sársauka, Pláhnetunni og Ullarhöttunum þegar Sálin hefur verið í fríum en hann hefur einnig leikið á plötum annarra listamanna s.s. Eyjólfs Kristjánssonar, Herberts Guðmundssonar, Jóns Ólafssonar, Fabúlu og margra annarra. Friðrik hefur ennfremur komið að tónlist með öðrum hætti í formi upptaka, hljóðvinnslu ýmis konar og útgáfu auk þess að semja fjöldann allan af lögum og textum sem allir þekkja.