Friðrik Guðni Þórleifsson (1944-92)

Nafn Friðriks Guðna Þórleifssonar kemur víða við í íslenskri tónlist, hann ásamt eiginkonu sinni Sigríði Sigurðardóttur reif upp tónlistarlífið í Rangárvallasýslu með aðkomu sinni að Tónlistarskóla Rangæinga, orti fjölda texta og ljóða sem sum hver lifa enn ágætu lífi, og kom sjálfur að tónlistarflutningi með margvíslegum hætti. Friðrik Guðni varð ekki langlífur en hann lést…

Busabandið [2] (2000-01)

Hljómsveit sem bar nafnið Busabandið var starfandi innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 2000-01. Nafnið var kunnuglegt innan veggja skólans því um fjórum áratugum fyrr hafði verið sveit starfandi undir sama nafni í skólanum, og skartað mörgum kunnum tónlistarmönnum. Busabandið mun hafa verið stofnað í tengslum við Viðarstauk, hljómsveitakeppni MA og starfaði eitthvað áfram eftir keppnina.…

Hljómsveit Ingimars Eydal (1953-93)

Hljómsveit Ingimars Eydal er þekktasta hljómsveit Akureyrar fyrr og síðar og skapaði sér mikla sérstöðu á ballmarkaðnum þegar frægðarsól hennar skein hvað hæst á sjöunda og áttunda áratug 20. aldarinnar. Sérstaðan fólst einkum í því að elta ekki tískustrauma bítla og hippa heldur að fara eigin leiðir með blandað prógramm sem fólkið vildi en Ingimar…