Coma [4] (1993)

Í Vestmannaeyjum var starfrækt hljómsveit árið 1993 (hugsanlega fram á 1994) undir nafninu Coma. Meðal meðlima sveitarinnar voru Gunnar Geir Waage Stefánsson gítarleikari og Magni Freyr Ingason trommuleikari en Glatkistan hefur ekki upplýsingar um aðra meðlimi hennar.

Coma [1] (1979-82)

Hljómsveitin Coma starfaði á Dalvík um þriggja ára skeið í kringum 1980 og mun hafa verið einhvers konar nýbylgjusveit, jafnvel þungarokk einnig. Undir lokin hefur tónlistin líklega verið orðin léttari en þá lék sveitin undir í kabarettsýningu á Dalvík. Afar litlar upplýsingar er að finna um Coma, og t.a.m. hefur Glatkistan ekki nöfn nema eins…

Coma [2] (1984-85)

Hljómsveit að nafni Coma starfaði á Vopnafirði árin 1984 og 85 að minnsta kosti og tók þá tvívegis þátt í hljómsveitakeppnum sem haldnar voru á útihátíðum í Atlavík um verslunarmannahelgina. Fyrra árið varð sveitin í öðru sæti en hún hafnaði í fjórða sæti árið eftir. Coma lék þar frumsamda tónlist með texta á ensku en…

Coma [3] (1992)

Hljómsveit starfaði á Stöðvarfirði árið 1992 undir nafninu Coma. Svanur Vilbergsson var trommuleikari sveitarinnar og var lang yngstur meðlima hennar (ellefu ára) en aðrir meðlimir voru Rúnar Jónsson gítarleikari, Hjalti Kárason gítarleikari og Bjarni Kárason bassaleikari, þeir voru um fimm árum eldri.  

Coma [5] (2002)

Hljómsveitin Coma frá Reyðarfirði var ein fjölmargra sveita sem keppt í Músíktilraunum vorið 2002. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hákon Jóhannsson söngvari, Bessi Atlason trommuleikari og Hans Guðmundsson gítarleikari. Athygli vakti að enginn bassaleikari starfaði með sveitinni en hún komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.