Stútungar (1991-92)

Hljómsveitin Stútungar spilaði um nokkurra mánaða skeið á ballmarkaðnum veturinn 1991 til 92 en sveitin sem var sextett var skipuð þungavigtarmönnum úr poppinu, úr hljómsveitunum Rikshaw og Sniglabandinu. Meðlimir Stútunga voru þeir Richard Scobie söngvari, Dagur Hilmarsson bassaleikari, Einar Rúnarsson hljómborðsleikari, Björgvin Ploder trommuleikari, Þorgils Björgvinsson gítarleikari og Sigurður Kristinsson gítarleikari, flestir sungu þeir líklega…

Rikshaw (1984-91 / 2003)

Rikshaw er þekktust íslenskra hljómsveita sem kenndar eru við svokallaða 80‘s tónlistarbylgju eða nýrómantík, sá partur er reyndar hvað fyrirferðaminnstur í sögu sveitarinnar enda komu einungis fjögur lög út með henni sem tengja má beint við þá tónlistarstefnu en Rikshaw gaf út þrjá tugi laga á um sjö ára starfsferli. Sveitarinnar verður þó líklega aldrei…

Omicron (1983-84)

Hljómsveitin Omicron starfaði 1983 og 84 og tók m.a. þátt í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983. Hún komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Örn Almarsson gítarleikari, Dagur Hilmarsson bassaleikari, Bergur Helgason trommuleikari og Stefán Gunnarsson hljómborðsleikari. Omicron kom líklega úr Hafnarfirði.