Bakkus [3] (1995-2000)

Hljómsveit sem bar nafnið Bakkus starfaði á Djúpavogi undir lok síðustu aldar en sveitin lék víða um austanvert landið. Bakkus var stofnuð árið 1995 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Daníel Arason harmonikkuleikari, Kristján Ingimarsson gítarleikari og Guðmundur Gunnlaugsson bassaleikari, þremenningarnir skiptu með sér söngnum. Tríóið lagði mesta áherslu á írska þjóðlagatónlist, bæði með enskum og…

Þú ert… (1993-94)

Hljómsveitin Þú ert… var skammlíf ballsveit starfandi um eins árs skeið 1993 og 94. Þú ert… var stofnuð haustið 1993 og voru meðlimir sveitarinnar Ingibjörg Erlingsdóttir söngkona, Hafþór Pálsson söngvari, Daníel Arason hljómborðsleikari, Ólafur Karlsson trommuleikari, Jón Friðrik Birgisson bassaleikari og Hafsteinn Þórisson gítarleikari. Jónas Sveinn Hauksson tók síðan við sönghlutverkinu af Hafþóri líklega um…

Kannsky (1988-89)

Hljómsveitin Kannsky var frá Neskaupstað og skartaði söngvaranum Einari Ágústi Víðissyni sem síðar átti eftir að syngja með Skítamóral, í Eurovision og miklu víðar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær sveitin starfaði en sagan segir að Kannsky hafi spilað í sjónvarpsþættinum Á líðandi stundu sem sendur var út 1986, það þýðir að hún hafi verið stofnuð…

Ozon (1990-)

Hljómsveitin Ozon (Ózon) starfaði á Norðfirði, upphaflega meðal nokkurra nemenda í Verkmenntaskóla Austurlands þar í bæ en sveitin var stofnuð árið 1990 upp úr tveimur hljómsveitum, Kannsky og Timburmönnum. Framan af voru það þeir Einar Ágúst Víðisson söngvari og gítarleikari, Daníel Arason hljómborðsleikari, Viðar Guðmundsson bassaleikari, Bjarni F. Ágústsson gítarleikari og söngvari og Marías B.…

Karlakórinn Glaður (1933 -)

Karlakórinn Glaður var stofnaður á Eskifirði 1933 og er enn starfandi eftir því sem best er vitað. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um þennan merka kór en hann mun vera meðal elstu karlakóra landsins. Vitað er að Hjalti Guðnason stjórnaði honum um árabil, a.m.k. á sjötta áratugnum, Friðrik Árnason var einhvern tímann stjórnandi…

Samkór Suðurfjarða – Efni á plötum

Samkór Suðurfjarða – Söngur um frelsi Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: SAMK 001 Ár: 1998 1. Söngur um frelsi 2. Hvern morgun 3. Brimströndin 4. Lestin 5. Það ert þú og ég 6. Pilturinn 7. Vögguljóð 8. Hinn svikni 9. Ei lengi er að bíða 10. Have you ever seen 11. Frjáls sem fuglinn 12. Swingin’ 13.…