Séra Hannes & saurlífisseggirnir (1994-)

Hljómsveitin Séra Hannes & saurlífisseggirnir mun hafa átt sér forsögu í kringum 1970 en meðlimir sveitarinnar störfuðu þá í hljómsveitinni Næturgölunum / The Nightingales. Þeir félagar komu svo aftur saman undir þessu nafni árið 1994 þegar þeir fögnuðu 25 ára stúdentsafmæli, Hannes Örn Blandon trommuleikari Næturgala var þá orðinn prestur og því þótti við hæfi…

FH-bandið (1974-91)

Margt er á huldu varðandi hljómsveit sem kenndi sig við íþróttafélagið FH í Hafnarfirði og gekk undir nafninu FH-bandið. FH-bandið mun hafa verið stofnuð fyrir árshátíð FH árið 1974 og virðist meira og minna hafa verið söngsveit fyrstu árin sem hún starfaði. Það var svo árið 1990 sem sveitin (sem hljómsveit) sendi frá sér átta…

Valsbandið (1991-96)

Hljómsveit sem bar nafnið Valsbandið starfaði á tíunda áratugnum og skemmti á ýmsum skemmtunum tengdum knattspyrnufélaginu Val. Sveitin kom í fyrsta skipti fram opinberlega 1991 og er hér gert ráð fyrir að hún hafi verið stofnuð sama ár. Meðlimir hennar voru framan af Einar Óskarsson trommuleikari, Ólafur Már Sigurðsson bassaleikari, Óttar Felix Hauksson gítarleikari, Dýri…

Saxon [2] (1966-67)

Litlar sem engar heimildir er að finna um hljómsveitina Saxon en hún var starfrækt í Hafnarfirði 1966-67. Sveitin lék nokkuð á dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu a.m.k. en aðrar upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar, að öllum líkindum var þó Dýri Guðmundsson í henni.