Afmælisbörn 27. febrúar 2025

Glatkistan hefur í dag að geyma fjögur afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari frá Vestmannaeyjum er sjötíu og sjö ára gamall í dag. Helgi starfaði með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum hér fyrrum og síðar einnig uppi á landi en meðal þeirra má nefna Bobba, Loga, Hljómsveit Gissurar Geirs, Skugga og Víkingasveitina. Þá hefur…

Afmælisbörn 27. febrúar 2024

Glatkistan hefur í dag að geyma fjögur afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari frá Vestmannaeyjum er sjötíu og sex ára gamall í dag. Helgi starfaði með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum hér fyrrum og síðar einnig uppi á landi en meðal þeirra má nefna Bobba, Loga, Hljómsveit Gissurar Geirs, Skugga og Víkingasveitina. Þá hefur…

Afmælisbörn 27. febrúar 2023

Glatkistan hefur í dag að geyma þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari frá Vestmannaeyjum er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Helgi starfaði með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum hér fyrrum og síðar einnig uppi á landi en meðal þeirra má nefna Bobba, Loga, Hljómsveit Gissurar Geirs, Skugga og Víkingasveitina. Þá hefur…

Smaladrengirnir úr Neðrakoti (1990)

Hljómsveitin Smaladrengirnir úr Neðrakoti (SÚNK) frá Húsavík var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1990 en komst þar ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðmundur Svavarsson söngvari, Eggert Hilmarsson gítarleikari, Hjálmar Snorrason söngvari, Heimir Kristinsson bassaleikari og Haraldur Steingrímsson trommuleikari. Það þótti fréttnæmt að sveitin var sú fyrsta frá Húsavík sem tók þátt í…

Blóðmör [1] (1989-91)

Á árunum 1989-91, jafnvel lengur var starfandi rokksveit í þyngri kantinum á Húsavík undir nafninu Blóðmör. Meðlimir þessarar sveitar voru Þorgeir Tryggvason [gítarleikari?], Eggert Hilmarsson [bassaleikari?], Halli [Haraldur Ringsted Steingrímsson trommuleikari?] og Þrási [Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari?]. Staðfesting á meðlimum Blóðmörs og frekari upplýsingar um sveitina væru vel þegnar.

Birtan hinumegin (1991)

Birtan hinumegin var eins konar nýbylgjusveit frá Húsavík sem starfaði í skamman tíma 1991 og var þá hluti af hinni svokallaðri Húsavíkursenu í rokkinu. Meðlimir sveitarinnar voru Helgi Pétursson söngvari, Eggert Hilmarsson gítarleikari, Haraldur Steingrímsson trommuleikari og Aðalheiður [?] bassaleikari.

Niður (1992-97)

Hljómsveitin Niður starfaði í nokkur ár á tíunda áratugnum en vakti ekki mikla athygli utan ákveðins hóps tónlistaráhugafólks. Niður var lengi vel pönksveit, hún var stofnuð 1992 og voru meðlimir fyrstu útgáfu hennar Arnar Sævarsson gítarleikari og Jón Júlíus Filippusson söngvari (sem komu úr Sogblettum), Haraldur Ringsted trommuleikari (Rotþróin), Pétur Heiðar Þórðarson gítarleikari (Óþekkt andlit)…

Ðe senjorita swingband (1985-86)

Húsvíska unglingahljómsveitin Ðe senjorita swingband starfaði að minnsta kosti í eitt ár um miðjan níunda áratug tuttugustu aldarinnar, stofnuð haustið 1985 og var enn starfandi ári síðar. Meðlimir sveitarinnar voru Ríkarður Jónsson trommuleikari, Borgar Heimisson hljómborðsleikari, Eggert Hilmarsson bassaleikari og Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari.