Halim (2000-01)
Hljómsveitin Halim úr Hafnarfirði vakti nokkra athygli árið 2001 þegar hún hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna en söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Ragnar Sólberg Rafnsson var jafnframt kjörinn besti söngvari tilraunanna. Aðrir liðsmenn Halim voru þeir Hörður Stefánsson gítarleikari, Sigurður Á. Gunnarsson og Egill Rafnsson trommuleikari bróðir Ragnars en þeir bræður eru synir tónlistarmannsins Rafns Jónssonar…






