Tatarar (1968-72)
Hljómsveitin Tatarar vöktu nokkra athygli á tímum blóma- og hippabarna, sveitin sendi frá sér tvær athyglisverðar smáskífur með fjórum lögum og eitt þeirra lifir enn ágætu lífi. Sveitin var stofnuð sumarið 1968 af nokkrum strákum á menntaskólaaldri, reyndar höfðu þeir félagar starfað undir ýmsum nöfnum frá árinu 1966 s.s. Tacton, Bláa bandið og Dýrlingarnir en…



