Afmælisbörn 6. desember 2020

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fimmtugur á þessum degi og á því stórafmæli. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra tónlistarhátíðarinnar…

Valdimar Örn Flygenring og Hendes verden (1991)

Hljómsveitin Valdimar Örn Flygenring og Hendes verden starfaði í um eitt ár árið 1991 og sendi frá sér eina plötu. Hendes verden var hugarfóstur Valdimars Arnar Flygenring leikara og hálfgert sólóverkefni en hún var stofnuð í upphafi ársins 1991 og var þá tríó, Halldór Lárusson trommuleikari og Björn Vilhjálmsson bassaleikari skipuðu þá sveitina með Valdimari…

Jonee Jonee (1981-91)

Jonee Jonee var með nýstárlegustu hljómsveitum pönktímabilsins, sendi frá sér breiðskífu og varð svo fræg að spila fyrir tugi þúsunda áhorfendur á tónleikum á Ítalíu. Sveitin var stofnuð haustið 1981 í Garðabæ og ekki liðu margar vikur þar til hún fór að leika á opinberum vettvangi. Meðlimir hennar í byrjun voru Þorvar Hafsteinsson söngvari og…

Haugur (1982-83)

Haugur var hljómsveit sem starfaði í nokkra mánuði frá haustmánuðum 1982 og fram á vorið 1983. Sveitin var í sumum fjölmiðlum nefnd Haugar en rétta nafnið var Haugur. Það mun hafa verið Einar Pálsson gítarleikari og söngvari sem stofnaði sveitina með fyrrum félögum sínum úr Jonee Jonee (sem þá lá í dvala), þeim Bergsteini Björgúlfssyni…