Harmonikuunnendur Vesturlands [félagsskapur] (1979-)

Félagsskapurinn Harmonikuunnendur Vesturlands hefur verið starfræktur síðan 1979 en félagið er eitt elsta sinnar tegundar hérlendis. Harmonikuunnendur Vesturlands var stofnað vorið 1979 á Hvanneyri í Borgarfirði og voru stofnmeðlimir tólf talsins, meðlimir félagsins hafa líklega flestir verið á sjötta tug talsins en hefur fækkað verulega þar sem lítil endurnýjun hefur átt sér stað innan þess…

Valsbandið (1991-96)

Hljómsveit sem bar nafnið Valsbandið starfaði á tíunda áratugnum og skemmti á ýmsum skemmtunum tengdum knattspyrnufélaginu Val. Sveitin kom í fyrsta skipti fram opinberlega 1991 og er hér gert ráð fyrir að hún hafi verið stofnuð sama ár. Meðlimir hennar voru framan af Einar Óskarsson trommuleikari, Ólafur Már Sigurðsson bassaleikari, Óttar Felix Hauksson gítarleikari, Dýri…

Tárið (1969-70)

Tárið spratt upp úr Föxum sumarið 1969 en sú sveit hafði verið á faraldsfæti um Norðurlöndin og var komin ákveðin þreyta í þann mannskap. Meðlimir Társins voru Þorgils Baldursson gítarleikari, Páll Dungal bassaleikari, Einar Óskarsson trommuleikari, Benedikt Torfaon gítarleikari og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) söngvari. Á einhverjum tímapunkti hvarf Þorgils úr sveitinni sem og líklega Laddi…

Faxar (1966-69)

Faxar voru í raun fyrsta meikhljómsveit Íslands, hún spilaði víða um Noreg og Svíþjóð og gerði það ágætt þótt ekki liggi neitt markvert á plasti með þeim nema undirleikur á lítilli plötu með bandaríska söngvaranum Al Bishop (1926-97). Mörgum þætti það þó gott. Sögu Faxa má skipta í tvennt, jafnvel að um tvær sveitir sé…