Soul deluxe (1993-95)

Soul deluxe var tíu manna hljómsveit frá Akranesi sem sérhæfði sig í soul- og fönktónlist en sveitin hafði auk hefðbundinna hljóðfæraleikara á að skipa blásurum. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1993 til 95 og hugsanlega lengur, hún gæti hafa verið stofnuð við Fjölbrautaskóla Vesturlands – að minnsta kosti voru flestir meðlima hennar á…

Frímann (1989-90)

Hljómsveitin Frímann frá Akranesi vakti nokkra athygli vorið 1990 þegar hún hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna, ekki varð þó um frekari frama sveitarinnar. Frímann var líklega stofnuð 1989 og gekk í fyrstu undir nafninu Frímann & fokkararnir, undir því nafni spilaði sveitin eitthvað opinberlega á heimaslóðum en þegar sveitin var skráð til leiks í Músíktilraunum…

Myrtur (1991)

Hljómsveitin Myrtur frá Akranesi (og Stykkishólmi) starfaði 1991 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum, án þess reyndar að komast í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá Ingþór Bergmann bassaleikari, Erlingur Viðarsson gítarleikari (Abbababb), Unnsteinn Logi Eggertsson trommuleikari og Þorbergur Auðunn Viðarsson söngvari (Lalli og sentimetrarnir). Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.