Hrynjandi [2] [félagsskapur] (um 1998)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um félagsskap, tónlistarfélag sem starfaði á Húsavík undir nafninu Hrynjandi. Engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um þetta tónlistarfélag aðrar en að það kom að endurreisn Stórsveitar Húsavíkur og Lúðrasveitar Húsavíkur árið 1998 en starfsemi þeirra sveita hafði þá legið niðri um nokkurt skeið. Hér er því óskað eftir frekari upplýsingum um…

Göróttu gyðjurnar [félagsskapur] (1992-)

Fáar heimildir finnast um félagsskapinn Göróttu gyðjurnar en hann samanstendur af söngkonum sem hafa hist til að ræða málin og skemmta sér, eins og segir í viðtali. Heimildum ber ekki alveg saman um hvenær Göróttu gyðjurnar voru stofnaðar, ýmist er það sagt hafa verið á árshátíð FÍH árið 1992 eða ári síðar en stofnfélagar voru…

Gullna liðið [félagsskapur] (2003-)

Árið 2003 var settur á stofn aðdáendaklúbbur hljómsveitarinnar Sálarinnar hans Jóns míns en sveitin átti þá fimmtán ára afmæli og var klúbburinn stofnaður af því tilefni Hann hlaut nafnið Gullna liðið, sem var eins konar tilbrigði við titil safnplötu sveitarinnar frá 1998 sem hét Gullna hliðið (sem aftur var skírskotun í leikgerð Davíðs Stefánssonar frá…

Skarr [2] [félagsskapur] (1984-85)

Skarr var áhugafélagsskapur fólks um rokktónlist, rokkklúbbur sem stóð fyrir alls konar uppákomum s.s. ferðum á rokktónlistarhátíðina í Donington, tónleikum og annarri starfsemi. Klúbburinn var stofnaður snemma árs 1984, starfaði þá eitthvað fram á haustið þegar hann lognaðist útaf en var endurvakinn fljótlega eftir áramótin 1984-85. Þá var klúbbnum haldið eitthvað áfram fram á sumar en…