Fjarkar [4] (um 1975)

Hljómsveit starfaði á Akureyri um miðjan áttunda áratug síðustu aldar eða þar um bil, undir nafninu Fjarkar. Meðlimir sveitarinnar, sem voru á unglingsaldri, voru þeir Birgir Heiðmann Arason [?], Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari [?], Erlingur Arason [söngvari?] og Júlíus Geir Guðmundsson [?]. Lesendur Glatkistunnar mættu gjarnan fylla upp í glompur í umfjölluninni hér að ofan.

Fjarkar [5] (2002)

Í samfélagi Íslendinga í Gautaborg í Svíþjóð var starfandi hljómsveit í kringum aldamótin undir nafninu Fjarkar. Þessi sveit starfaði að minnsta kosti árið 2002 og lék þá á samkomum Íslendinga í borginni, og munu ættjarðarlög og slík tónlist hafa verið á prógrammi hennar. Meðlimir hennar þá voru þeir Eyþór Haukur Stefánsson harmonikkuleikari, Júlíus H. Sigmundsson…

Fjarkar [6] (2009-12)

Hljómsveitin Fjarkar starfaði á Suðurnesjunum, jafnvel Hafnarfirði árið 2009 og áfram. Síðustu heimildir um sveitina eru frá 2012 og þá var plata væntanleg með henni sem hafði þá þegar fengið titilinn Bréf til skrímslavarðar. Ekkert bendir þó til að platan hafi komið út. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan o.s.frv.

Tríó Aukaatriði (1975)

Árið 1975 kom út tveggja laga plata á vegum Tals og tóna með hljómsveit sem bar heitið Tríó Aukaatriði frá Bíldudal. Engar heimildir er að finna um þessa sveit og er ekki einu sinni víst að hún hafi verið starfandi. Líklega voru þeir Hafliði Magnússon, Ástvaldur Jónsson og Jörundur Garðarsson í sveitinni auk þess sem…