Gítar-Konni (1924-2009)

Hákon Þorsteinsson er einn þeirra fjölmörgu áhugamanna um tónlist sem hafa gefið út plötu komnir á efri ár en hann starfaði aldrei við tónlist á yngri árum. Hákon (kallaður Gítar-Konni hér fyrrum) fæddist í Reykjavík 1924, var vélvirki að mennt og starfaði mest alla sína starfstíð sem eftirlitsmaður, lengi fyrst hjá Öryggiseftirlitinu en síðar Vinnueftirlitinu…

Geirfuglarnir (1991-)

Hljómsveitin Geirfuglarnir hefur starfað frá því snemma tíunda áratugarins með hléum og er af því er best er vitað enn starfandi. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar plötur og hefur starfað nokkuð í leikhúsi. Upphaf Geirfuglanna má rekja til Menntaskólans við Sund þar sem Halldór Gylfason (leikari), Freyr Eyjólfsson (útvarpsmaður) og Þorkell Heiðarsson voru við…

Miðnes (1995-2004)

Hljómsveitin Miðnes starfaði í tæplega áratug og sendi frá sér tvær breiðskífur, nafn sveitarinnar var alla tíð samtvinnað Grand rokk en hún var hálfgildings húshljómsveit þar. Miðnes mun hafa verið stofnuð árið 1995 en líklega kom hún ekki opinberlega fram fyrr en haustið 1997 þegar hún fór að sjást reglulega á Grand rokk þar sem…