Sævar Sverrisson (1957-)

Söngvarinn Sævar Sverrisson hefur vægast sagt komið víða við á söngferli sínum, sungið með hljómsveitum af ólíku tagi og sungið inn á plötur annarra listamanna en hefur af því er virðist aðeins sent frá sér eitt lag í eigin nafni. Sævar er fæddur vorið 1957 og var innan við tvítugt þegar hann hóf að syngja…

Galíleó (1989-95)

Hljómsveitin Galíleó var nokkuð áberandi á ballmarkaðnum í kringum 1990, sendi frá sér nokkur lög á safnplötum en lognaðist svo útaf án frekari afreka, tíð mannaskipti einkenndu sveitina. Galíleó var stofnuð haustið 1989 og hóf að leika opinberlega fljótlega upp úr áramótum 1989-90. Meðlimir voru í upphafi þeir Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Rafn Jónsson trommuleikari, Jósep…

Rabbi (1954-2004)

Rafn Jónsson tónlistarmaður (f. 1954) eða Rabbi eins og hann var iðulega nefndur, á rætur sínar að rekja til Vestfjarða og starfaði hann lengst af á Ísafirði þótt fæddur sé á Suðureyri við Súgandafjörð. Rafn var á Ísafirði trommuleikari í hljómsveitum eins og Perlunni/Útför Rabba Jóns, Náð, Ýr (sem gaf út plötuna Ýr er skýr/Ýr…