Iceland Airwaves 2024 brestur á

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin er nú í þann mund hefjast í 25. skipti en hátíðin hefur verið hluti af reykvísku tónlistarlífi síðan 1999 þegar hún var haldin í fyrsta sinn í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Hátíðin verður sett á morgun, fimmtudag og mun standa fram á sunnudag en fyrstu viðburðirnir eru reyndar á dagskrá strax í dag.…

Iceland Airwaves 2023 – Veisla framundan

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er komin í fullan gang en hún var sett opinberlega í gær, fimmtudag – fyrstu viðburðirnir fóru þó fram á miðvikudaginn. Veislan heldur áfram og meðal þess sem sjá má og heyra í dag og í kvöld má nefna Kira Kira og Heklu í Fríkirkjunni, Sigrúnu Stellu og Gróu í Gamla bíói,…

Myrkvi sendir frá sér breiðskífuna Early warning

Hljómsveitin Myrkvi sendir í dag frá sér plötuna Early warning en það er önnur breiðskífa sveitarinnar. Það eru þeir Magnús Thorlacius og Yngvi Holm sem skipa Myrkva en þeir félagar voru áður hluti af hljómsveitinni Vio sem sigraði Músíktilraunir vorið 2014 og var ári síðar tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna  sem „bjartasta vonin“, efni plötunnar var að…

Iceland Airwaves 2022

Nú styttist í stærstu tónlistarhátíð ársins en Iceland Airwaves hefst formlega á fimmtudaginn og stendur fram á sunnudag. Yfir hundrað viðburðir verða í boði fyrir miðahafa að þessu sinni og fjölmargir Off venue tónleikar úti um allan bæ þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Listasafn Reykjavíkur (Hafnarborg), Iðnó, Fríkirkjan, Gaukurinn, Húrra og…

Gaukur á Stöng [tónlistartengdur staður] (1983-)

Veitinga- og skemmtistaðurinn Gaukur á Stöng við Tryggvagötu 22 (oftast nefndur Gaukurinn manna í millum) er einn langlífasti staður sinnar tegundar hérlendis og var fyrsta kráin sem hér var opnuð. Saga Gauksins er samofin sögu bjórlíkisins svokallað og bjórsins en einnig var staðurinn um tíma eins konar félagsmiðstöð poppara og þar blómstraði lifandi tónlist um…

Gaukur á Stöng [tónlistarviðburður] (1983-87)

Útihátíðin Gaukur á Stöng (Gaukurinn) var haldin í nokkur skipti í Þjórsárdalnum um verslunarmannahelgar á níunda áratug síðustu aldar og voru margar af vinsælustu hljómsveitum og tónlistarmönnum landsins meðal skemmtiatriða á henni, þeirra á meðal má nefna Bubba Morthens, Skriðjökla, Bjarna Tryggva, HLH-flokkinn, Kikk og Baraflokkinn en einnig má geta þess að hljómsveitin Lótus var…

Heiðurstónleikar System of a down á Gauknum

Armensk/Ameríska rokksveitin System of a down verður heiðruð þann 15. janúar nk. á Gauknum, Tryggvagötu 22. System of a down hefur gefið út fimm breiðskífur og selt yfir fjörutíu milljónir eintaka, sveitin á ófáa slagarana sem munu fá að heyrast á þessum heiðurstónleikum en dagskráin mun spanna lög frá farsælum ferli sveitarinnar sem hófst árið…