Caron (1975)

Hljómsveitin Caron frá Keflavík starfaði í nokkra mánuði árið 1975 og var nokkuð áberandi á sveitaballamarkaðnum þá um sumarið, var t.d. meðal sveita sem léku við Svartsengi um verslunarmannahelgina. Meðlimir Carons voru Þorsteinn Benediktsson bassaleikari, Sveinn Björgvinsson trommuleikari, Hannes Baldursson gítarleikari og Guðbrandur Einarsson hljómborðsleikari, ekki liggur fyrir hver þeirra söng.

Miðlarnir (1983-86)

Hljómsveitin Miðlarnir (ýmist nefnd Miðlar eða Miðlarnir) starfaði í Keflavík á árunum 1983 til 85 og lék mestmegnis á þeim slóðum, þó lék hún á dansleikjum s.s. í Vestmannaeyjum, Akranesi og víðar. Guðbrandur Einarsson hljómborðsleikari, Guðmundur Hermannsson söngvari, Davíð Karlsson trommuleikari, Sveinn Björgvinsson gítarleikari og Kjartan Baldursson bassaleikari skipuðu sveitina, sem stofnuð var haustið 1983.…

Amon Ra (1971-82)

Amon Ra (AmonRa) er klárlega ein þekktasta hljómsveit Austfirðinga fyrr og síðar og skipar sér með merkilegri sveitum áttunda áratugarins. Fjölmargir síðar þekktir tónlistarmenn fóru í gegnum þessa sveit og mætti kannski segja hana hafa verið eins konar uppeldisstöð tónlistarmanna á sínum tíma en fjöldi þeirra var líklega um fjörutíu, eftir því sem Dr. Gunni segir…

Cirkus (1976-80)

Hljómsveitin Cirkus var nokkuð áberandi í tónlistarlífi borgarinnar á síðari hluta áttunda áratugar 20. aldar en sveitin náði þó aldrei að verða ein þeirra stóru, sem án efa má rekja til þess að hún sendi aldrei frá sér efni þrátt fyrir að vinna og flytja frumsamda tónlist. Tónlist sveitarinnar mátti skilgreina sem eins konar funk…