Karlakór verkamanna [7] (1936-42)

Karlakór verkamanna var starfandi í Vestmannaeyjum um nokkurra ára skeið á árunum 1936-42. Árni Hálfdán Jóhannsson Johnsen stjórnaði kórnum fyrri þrjú árin en síðan Guðjón Guðjónsson. Þessi kór hafði yfirleitt að geyma um tuttugu og fimm söngmenn en þeir voru flestir utanbæjarmenn, farandverkamenn sem komu og fóru.

Bulldoze (2000)

Hljómsveitin var starfandi 2000 og tók þátt í Músíktilraunum þá. Hún komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Leifur Björnsson söngvari og gítarleikari, Edda Björnsdóttir sellóleikari, Guðjón Guðjónsson trommuleikari, Ágúst Benediktsson bassaleikari og Helgi Axel Svavarsson gítarleikari

Expet (1988)

Hljómsveitin Expet starfaði í Reykjavík 1988 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir voru þá Róbert Bjarnason og Guðjón Guðjónsson hljómborðsleikarar, og Óttar Pálsson og Ingvar Ólafsson söngvarar og ásláttarleikarar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina en þær væru vel þegnar.