Afmælisbörn 11. desember 2024

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Annars vegar er það Guðlaugur Kristinn Óttarsson tónlistarmaður en hann er sjötugur og fagnar því stórafmæli. Hann hefur leikið sem gítarleikari í fjölmörgum en misþekktum hljómsveitum eins og Steinblómi, Lótusi, INRI, Kukli, Elgar sisters, Sextett, Current 93, Galdrakörlum og Þey en síðast talda sveitin er kannski sú…

Galdrakarlar (1975-83)

Hljómsveitin Galdrakarlar starfaði um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar, sveitin var lengi húshljómsveit í Þórscafé og kom hún við sögu á fáeinum plötum. Galdrakarlar voru stofnaðir haustið 1975 upp úr hljómsveitinni Bláberi en hún kom fyrst fram opinberlega í febrúarmánuði 1976 og vakti þá einkum athygli fyrir skemmtilega spilamennsku, fjölhæfni…

Iceland [2] (1982)

Hljómsveitin Iceland var skammlíft verkefni hljómsveitarinnar Þeys og Jaz Coleman söngvara bresku nýbylgjusveitarinnar Killing joke. Forsagan er sú að Coleman hafði verið hér á landi í nokkur skipti og kynnst meðlimum Þeys, þegar hann hins vegar fékk taugaáfall í ársbyrjun á tónleikum með sveit sinni í Bretlandi rauk hann til Íslands og var hér í…

Lamarnir ógurlegu (1989-90)

Lamarnir ógurlega var ekki eiginleg hljómsveit heldur sá hópur sem vann plötuna Nóttin langa sem Bubbi Morthens sendi frá sér fyrir jólin 1989. Hópurinn innihélt þá Bubba sjálfan, Svíann Cristian Falk sem hafði unnið með honum nokkrar plötur þegar hér var komið sögu, Johan Söderberg slagverksleikara, Ken Thomas upptökumann og Hilmar Örn Hilmarsson sem kannski…