Söngsveit Hlíðarbæjar (1975-90)

Blandaður kór undir nafninu Söngsveit Hlíðarbæjar starfaði í Glæsibæjarhreppi (nú Hörgárbyggð) við vestanverðan Eyjafjörð um fimmtán ára skeið á seinni hluta síðustu aldar. Söngsveit Hlíðarbæjar var stofnuð haustið 1975 af áhugafólki um söng og félagslíf í Glæsibæjarhreppi en um var að ræða blandaðan kór sem kenndi sig við félagsheimilið Hlíðarbæ sem er staðsett fáeina kílómetra…

Barnakór Árbæjarkirkju [1] (1992-2004)

Barnakór var starfandi við Árbæjarkirkju á árunum 1992 til 2004 að minnsta kosti, um tíma var um tveggja kóra starf að ræða – yngri og eldri deild. Hann gekk ýmist undir nafninu Barnakór Árbæjarkirkju eða Barnakór Árbæjarsóknar. Áslaug Bergsteinsdóttir var fyrsti stjórnandi kórsins en Guðlaugur Viktorsson og Sigrún Steingrímsdóttir stjórnuðu honum lengst af eða allt…

Barnakór Akraness (1976-86)

Barnakór Akraness var öflugur kór sem starfaði á Skaganum í hartnær áratug, nánast allan tímann undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Jón Karl Einarsson var skólastjóri tónlistarskólans á Akranesi og átti stærsta þátt í stofnun Barnakórs Akraness innan skólans en hann stjórnaði kórnum sjálfur. Kórinn tók til starfa haustið 1976 og varð strax mjög virkur bæði…

Landsbankakórinn (1989-2002)

Kór starfsmanna Landsbankans í Reykjavík eða Landsbankakórinn starfaði um árabil og söng við ýmsar uppákomur og tækifæri, hann fór meira að segja utan í söngferðalag í að minnsta kosti eitt skipti en kórinn, sem var blandaður kór, taldi líklega um þrjátíu til fjörtíu manns þegar mest var. Landsbankakórinn var stofnaður haustið 1989 og var Ólöf…