Stripshow (1991-97)

Rokksveitin Stripshow naut nokkurra vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar og segja má að sveitin hafi verið eins konar undanfari Dimmu sem kom fram á sjónarsviðið á nýrri öld. Stripshow gaf út plötu sem einnig kom út í Asíu. Stripshow var stofnuð árið 1991 og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir bræður Ingólfur Geirdal gítarleikari…

Víbrar [2] (1991)

Hljómsveitin Víbrar kom úr Hafnarfirði og var starfandi 1991, það vorið tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Númi [?] söngvari, Óskar I. Gíslason trommuleikari, Guðmundur Aðalsteinsson bassaleikari (Kórak o.fl.), Gunnar Þ. Jónsson gítarleikari (Sóldögg o.fl.) og Hákon Sveinsson hljómborðsleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og hætti störfum fljótlega.

Kórak (1992)

Hljómsveitin Kórak var skammlíf sveit, starfaði líklega einungis um nokkurra mánaða skeið 1992. Meðlimir sveitarinnar áttu þó flestir eftir að gera garðinn frægan annars staðar en þeir voru Gunnar Þór Jónsson gítarleikari (Sóldögg o.fl.), Tómas H. Jóhannsson trommuleikari (Tríó Jóns Leifs, Sálin hans Jóns míns o.fl.), Guðmundur Aðalsteinsson bassaleikari (Víbrar[2]), Haraldur Gunnlaugsson gítarleikari (Brak o.fl.)…