Fjöll sendir frá sér Holur

Hljómsveitin Fjöll hefur nú sent frá sér smáskífu sem ber titilinn „Holur“ en það er fjórða lagið sem hljómsveitin gefur út og verður á væntanlegri plötu hennar. Holur er afslappað indírokk með óvæntum hliðarskrefum og er það aðgengilegt í tveimur útgáfum, sex mínútna útgáfu sem verður á plötunni og annarri styttri fyrir útvarpsspilun. Báðar útgáfurnar…

Fjöll með smáskífu og tónleika

Hljómsveitin Fjöll gefur í dag út sína þriðju smáskífu á árinu en sveitin hefur undanfarið verið að vinna að upptökum í Hljóðrita ásamt Kristni Sturlusyni, nýja lagið ber heitið Lengi lifir en áður hafði sveitin sent frá sér lögin Festar og Í rokinu. Lengi lifir er nú aðgengilegt á Spotify og hér má nálgast það. …

Fjöll gefur út Í rokinu

Hljómsveitin Fjöll sendir nú frá sér sína aðra smáskífu á árinu en hún ber heitið Í rokinu, sem á einmitt ágætlega við í rokinu á suðvesturhorninu í dag. Samhliða útgáfunni gefur sveitin út myndband við lagið sem var tekið í sal gamla Tónabíós sem nú er verið að gera upp og stendur til að opna…

Fjöll gefa út Festar

Ný hljómsveit, Fjöll, gefur nú út fyrsta lagið sitt á öllum helstu dreifiveitum. Lagið heitir Festar, ljúfsár og seigfljótandi óður til horfinna tíma og rofinna tengsla, og veitir það forsmekkinn að fleiri lögum sem hljómsveitin vinnur að þessa dagana. Þótt Fjöll séu ný hljómsveit byggir hún á gömlum grunni, því þrír meðlimir sveitarinnar, Guðmundur Annas…

Straumar [3] (1994)

Hljómsveit sem bar nafnið Straumar starfaði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar á höfuðborgarsvæðinu, sveitin mun hafa verið stofnuð 1994 og var líklega fremur skammlíf sveit. Meðlimir Strauma voru þeir Daníel Brandur Sigurgeirsson bassaleikari, Ragnar Þór Ingólfsson trommuleikari, Guðmundur Annas Árnason söngvari og gítarleikari og Hallgrímur Hannesson gítarleikari og söngvari.

Soma snýr aftur

Hljómsveitin Soma er komin fram á sjónarsviðið með nýtt lag eftir ríflega tuttugu ára pásu en ekkert hefur heyrst frá sveitinni síðan hún sendi frá sér lagið Náð árið 1998. Áður hafði Soma gefið út breiðskífuna Föl sem hlaut góðar viðtökur á sínum tíma, einkum lagið Grandi Vogar II sem naut töluverðra vinsælda og heyrist…

Soma (1996-98 / 2020-)

Reykvíska indírokksveitin Soma vakti á sínum tíma mikla athygli fyrir plötuna Föl, þar sem lagið Grandi Vogar II naut mikilla vinsælda sumarið 1997. Soma var stofnuð vorið 1996 af Guðmundi Annas Árnasyni söngvara, Þorláki Lúðvíkssyni hljómborðsleikara, Snorra Gunnarssyni gítarleikara, Jónasi Hlíðari Vilhelmssyni trommuleikara, Halldóri Sölva Hrafnssyni gítarleikara og Pétri Rafnssyni bassaleikara. Þannig skipuð sigraði sveitin…

Stolið (1998-2011)

Saga hljómsveitarinnar Stolið er samofin sögu Soma sem starfaði 1996-98. Þegar sú sveit hætti störfum sumarið 1998 hélt kjarni hennar áfram að spila saman undir nafninu Hljóðnótt, sú útgáfa mun þó ekkert hafa komið fram opinberlega. Þegar trymbill sveitarinnar hætti var ákveðið að breyta nafni sveitarinnar í Stolið eftir einu lagi sveitarinnar, sem þegar var…