Samkór Öngulsstaðahrepps (1970-73)

Blandaður kór var starfræktur í Öngulstaðahreppi í Eyjafirði á árunum 1970 til 1973 undir nafninu Samkór Öngulsstaðahrepps. Kórinn var stofnaður sumarið 1970 og söng hann þá fyrst opinberlega á bændahátíð í félagsheimilinu Freyvangi undir stjórn söngstjórans Guðmundar Þorsteinssonar en hann stjórnaði kórnum á þeim þremur árum sem hann virðist hafa starfað. Reyndar fór almennt ekki…

Samkór Árskógsstrandar (1977-95)

Samkór Árskógsstrandar lét ekki mikið yfir sér meðan hann starfaði og líklega starfaði hann ekki samfellt á því næstum tveggja áratuga tímabili sem starfstími hans náði yfir á árunum 1977 til 1995. Guðmundur Þorsteinsson var stjórnandi Samkórs Árskógsstrandar alla tíð en kórinn innihélt um þrjátíu manns um tíma, hann hélt tónleika í nokkur skipti og…

Afmælisbörn 4. mars 2022

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn skrásett hjá Glatkistunni. Það er í fyrsta lagi gítarleikarinn og rithöfundurinn Friðrik Erlingsson en hann er sextugur á þessum degi. Friðrik sem kunnur sem handritshöfundur og rithöfundur í dag var í fjölda misþekktra hljómsveita hér áður fyrr og eru hér nefndar sveitir eins og Sykurmolarnir, Purrkur pillnikk, Stuðventlar, Tunglskinstríóið,…

Atli Ólafsson (1913-85)

Atli Ólafsson telst að öllum líkindum vera fyrsti dægurlagasöngvari Íslands, alltént var hann fyrstur til að syngja inn á plötu en það gerði hann undir dulnefninu Guðmundur Þorsteinsson. Atli Ólafsson var fæddur 1913 í Kaupmannahöfn en fluttist tveggja ára gamall til Íslands, hann var sonur Ólafs Friðrikssonar ritstjóra, verkalýðsforkólfs og kunns jafnaðarmanns og Önnu Friðriksson…

Geysiskvartettinn (1968-90)

Geysiskvartettinn á Akureyri naut nokkurra vinælda á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, hann var nokkurs konar afsprengi Karlakórsins Geysis og sendi frá sér plötu sem síðar var endurútgefin og aukin að efni. Kvartettinn mun hafa verið stofnaður fyrr hálfgerða tilviljun en það var árið 1968 er Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti var að vinna að…

Samkórinn Þristur (1977-87)

Samkórinn Þristur starfaði í þremur hreppum í Eyjafirðinum á síðustu öld en kórinn söng einkum á tónleikum á heimaslóðum. Kórinn var stofnaður 1977 og tók til starfa þá um haustið, svo virðist sem hann hafi einungis verið starfandi yfir vetrartímann og á vorin hélt hann árlega tónleika í félagsheimilinu Freyvangi en það var eins konar…