Sturlungar [2] (1979-83)

Hljómsveitin Sturlungar var nokkurs konar systurhljómsveit Mezzoforte um tíma en heimildir eru nokkuð mismunandi um hversu lengi sveitin starfaði, hún mun hafa tekið til starfa árið 1979 en er ýmist sögð hafa starfað til 1980 eða jafnvel til 1983. Meðlimir Sturlunga voru þeir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari,…

Mónakó (1978-79)

Hljómsveitin Mónakó (Monaco) starfaði í fáeina mánuði veturinn 1978 til 79 og lék þá aðallega á skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Mónakó voru Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari, Guðmundur Torfason söngvari (síðar þekktur knattspyrnumaður), Hávarður [Tryggvason bassaleikari?] og Kristján Edelstein gítarleikari. Sveitin kom fram á sjónarsviðið haustið 1978 og virðist hafa verið hætt störfum í…

Norðurljós [1] (1980)

Hljómsveitin Norðurljós var skammlíf sveit, eins konar hliðarsjálf Mezzoforte sem þá var að stíga sín fyrstu spor á frægðarbrautinni. Norðurljós mun hafa verið stofnuð um áramótin 1979-80 og voru meðlimir hennar Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari og Friðrik Karlsson gítarleikari, sem allir komu úr Mezzoforte en aðrir voru…

Supreme (2008)

Hljómsveit starfandi 2008, skipuð starfsmönnum Glitnis. Guðmundur Torfason (fyrrv. knattspyrnumaður) söngvari og gítarleikari og Almar Guðmundsson voru í þessari sveit en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um meðlimi sveitarinnar eða hljóðfæraskipan.