Moðfisk (1996-97)

Hljómsveitin Moðfisk úr Keflavík virðist hafa starfað í um tvö ár um og eftir miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin var stofnuð en hennar er fyrst getið í fjölmiðlum vorið 1996 þegar hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar, þá voru meðlimir hennar Karl Óttar Geirsson trommuleikari, Jón Björgvin Stefánsson gítarleikari, Guðmundur Bjarni…

Þusl (1993-96)

Keflvíska hljómsveitin Þusl starfaði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Sögu sveitarinnar lauk um leið og skólagöngu meðlima hennar. Sveitin var líklega stofnuð haustið 1993 og það haust sigruðu þeir félagar hljómsveitakeppni sem haldin var í FS. Engar upplýsingar er að finna um meðlimaskipan í upphafi en einhverjar mannabreytingar urðu á Þusli…

Urðhurðhurðauga (1997)

Hljómsveitin Urðhurðhurðauga var sveit sem keppti í Músíktilraunum vorið 1997. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Halldór Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Karl Óttar Geirsson trommuleikari og Guðmundur Freyr Vigfússon bassaleikari. Allir áttu þeir félagar eftir að leika með þekktum sveitum síðar. Urðhurðhurðauga komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna, sveitin varð ekki langlíf en nafn hennar poppar…

Beefcake (1998)

Hljómsveitin Beefcake var starfandi 1998 og tók það árið þátt í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1998, sem gefin var út í kjölfarið. Meðlimir sveitarinnar voru Magni Freyr Guðmundsson söngvari, Guðmundur Freyr Vigfússon bassaleikari, Valgeir Sigurðsson gítarleikari og Ólafur Ingólfsson trommuleikari. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um Beefcake.

Rúnar Júlíusson – Efni á plötum

Rúnar Júlíusson – Come into my life / Let’s go dancin’ [ep] Útgefandi: Hljómar Útgáfunúmer: HLJ 003 Ár: 1975 1. Come into my life 2. Let’s go dancing Flytjendur Björgvin Halldórsson – raddir Engilbert Jensen – raddir Rúnar Júlíusson – bassi og söngur Rick Leob – trommur Gunnar Þórðarson – gítar Rúnar Júlíusson – Hvað dreymdi sveininn?…