Sígild (1986-88)

Danshljómsveitin Sígild starfaði um tveggja ára skeið á Ísafirði á síðari hluta níunda áratug síðustu aldar (1986-88) og lék mestmegnis á dansleikjum á Ísafirði og nágrenni. Meðlimir Sígildra voru þau Guðný Snorradóttir söngkona og gítarleikari, Halldór Guðmundsson trommuleikari og Sigurgeir Sverrisson hljómborðs- og harmonikkuleikari. Sveitin hætti störfum þegar Guðný fluttist suður á höfuðborgarsvæðið haustið 1988.

Fótsporið (1988-90)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Fótsporið en hún starfaði a.m.k. árið 1989, og hugsanlega á árunum 1988 til 90. Guðný Snorradóttir var söngkona Fótsporsins og að öllum líkindum voru aðrir meðlimir hennar Árni [?] og Albert [?], upplýsingar þ.a.l. vantar. Fótsporið lék einkum á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins en eitthvað einnig á árshátíðum, þorrablótum og þess…

Karnival (1991-95)

Hljómsveitin Karnival starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar liðinnar aldar. Sveitin spilaði einkum á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, á árshátíðum og þess konar skemmtunum. Meðlimir Karnivals voru í upphafi Eyjólfur Gunnlaugsson bassaleikari, Jökull Úlfsson trommuleikari, Jens Einarsson söngvari og gítarleikari, Guðný Snorradóttir söngkona og Skarphéðinn Hjartarson hljómborðsleikari og söngvari. Sigurður Dagbjartsson gítarleikari kom inn í stað Jens…

Upplyfting (1975-)

Saga hljómsveitarinnar Upplyftingar er nær samfelld frá árinu 1975 og hún telst því vera með eldri sveitum landsins, oft er hún sögð vera frá Samvinnuskólanum á Bifröst – stofnuð þar 1979 eða 80 en hún er nokkrum árum eldri en það og kemur upphaflega frá Hofsósi. Eitt megin einkenni Upplyftingar er, reyndar eins og hjá…