Hljómsveit Sverris Garðarssonar (um 1947-55 / 1961-62)

Sverrir Garðarsson var fyrst og fremst kunnur fyrir aðkomu sína að félags- og réttindamálum tónlistarmanna, m.a. sem formaður FÍH en hann var einnig lengi starfandi tónlistarmaður og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni einkum áður en félagsstörfin tóku yfir. Fyrsta hljómsveit Sverris var í raun skólahljómsveit í gagnfræðideild Austurbæjarskólans þar sem hann var við nám en…

Hljómsveit Jóns Möller (1963 / 1966)

Píanistinn Jón Möller starfrækti tvívegis hljómsveitir í eigin nafni á sjöunda áratug síðustu aldar, reyndar var hann í nokkur skipti með djasstríó einnig en þeim tríóum eru gerð skil í sér umfjöllun undir Tríó Jóns Möller. Sumarið 1963 var Jón með hljómsveit í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og var að öllum líkindum um tríó að ræða…

Beatniks [1] (1961-63)

Hljómsveitin Beatniks frá Keflavík var starfrækt 1961-63 og hafði á að skipa ekki ómerkari mönnum en Þorsteini Eggertssyni söngvara (og síðar einum afkastamesta textahöfundi landsins) og Eggert Kristinssyni trommuleikara (Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Hljómar o.fl.). Guðrún Frederiksen söng einnig með sveitinni en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Edward Frederiksen píanóleikari, Björn Jónsson gítarleikari og Eiríkur Sigtryggsson bassaleikari.…

Hljómsveit Guðjóns Pálssonar (1954-84)

Hljómsveit Guðjóns Pálssonar var starfrækt í Vestmannaeyjum og víðar um árabil, eftir því sem sumar heimildir segja í allt að þrjátíu til fjörtíu ár. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1954 (þrátt fyrir að ein heimildin segi hana hafa verið starfandi milli 1940 og 50), af Guðjóni Pálssyni píanó- og harmonikkuleikara en hann var þá…