Hornafélag Keflavíkur (1910-14)

Lítil lúðrasveit starfaði í Keflavík á öðrum áratug síðustu aldar undir nafninu Hornafélag Keflavíkur en stofnandi og forsprakki þess var Vilhjálmur Kristinn Hákonarson kaupmaður. Vilhjálmur hafði komið til Keflavíkur frá Ameríku árið 1908 þar sem hann hafði þá dvalið um nokkurt skeið og leikið með stórri lúðrasveit, hann hafði hug á að stofna til slíkrar…

Stress [3] (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Selfossi undir nafninu Stress, hugsanlega fyrir 1985. Fyrir liggur að Gunnar Árnason gítarleikari og Kristjana Stefánsdóttir söngkona voru í sveitinni en upplýsingar vantar um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan, hvenær hún starfaði og hversu lengi.

Blúsbrot [1] (1986-93)

Blúsbrot var blússveit sem starfaði í nokkur ár í kringum 1990. Blúsbrot var að nokkru leyti skipuð sömu liðsmönnum og Bylur sem starfaði um svipað leyti, meðlimir sveitarinnar voru snemma árs 1989 þeir Vignir Daðason söngvari, Svavar Sigurðsson hljómborðsleikari, Leó Geir Torfason gítarleikari, Ólafur Stolzenwald bassaleikari og Hafsteinn Björgvinsson gítarleikari. Þá um vorið gekk Gunnar…

Trió ´72 (1972-93)

Tríó ´72 starfaði í um tvo áratugi undir styrkri stjórn Bjarna Sigurðssonar harmonikkuleikara frá Geysi en það gekk einnig undir nöfnunum Tríó ´87, Tríó ´88 og Tríó ´92 eftir auglýsingum hvers tíma fyrir sig að dæma. Bjarni Sigurðsson stofnaði sveitina 1972 og lék sjálfur á harmonikku og bassa en með honum í byrjun voru Grétar…

Lótus [2] (1982-90)

Lótus frá Selfossi var ein kunnasta sveitaballasveit Suðurlands um árabil. Sveitin var stofnuð sumarið 1982 upp úr hljómsveitinni Stress og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Gunnar Árnason gítarleikari (síðar hljóðmaður), Kjartan Björnsson söngvari, Hróbjartur Örn Eyjólfsson bassaleikari, Bragi Vilhjálmsson gítarleikari, Heimir Hólmgeirsson trommuleikari og Hilmar Hólmgeirsson hljómborðsleikari. Helgi E. Kristjánsson leysti síðan Hróbjart af…