Hornafélag Keflavíkur (1910-14)
Lítil lúðrasveit starfaði í Keflavík á öðrum áratug síðustu aldar undir nafninu Hornafélag Keflavíkur en stofnandi og forsprakki þess var Vilhjálmur Kristinn Hákonarson kaupmaður. Vilhjálmur hafði komið til Keflavíkur frá Ameríku árið 1908 þar sem hann hafði þá dvalið um nokkurt skeið og leikið með stórri lúðrasveit, hann hafði hug á að stofna til slíkrar…



