Hljómsveit Jarþrúðar (1989-94)

Hljómsveit Jarþrúðar starfaði um nokkurra ára skeið um og upp úr 1990, og sendi frá sér lög á safnplötum, sveitin var lengst af kvennasveit. Hljómsveit Jarþrúðar var stofnuð árið 1989 af Lilju Steingrímsdóttur hljómborðsleikara og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur söngvara og gítarleikara, og starfaði sveitin sem dúett fyrst um sinn, Lana Kolbrún Eddudóttir bassaleikari, Gunnar Erlingsson…

Frakkar (1982-85 / 1988)

Hljómsveitin Frakkar starfaði um þriggja ára skeið á fyrri hluta níunda áratugarins, lék funkskotið rokk og sendi frá sér eina breiðskífu. Sveitin náði þó aldrei að komast í fremstu röð í vinsældum og lognaðist smám saman útaf. Aðdragandi þess að hljómsveitin var stofnuð var sá að Þorleifur Guðjónsson bassaleikari hafði verið rekinn úr Egó haustið…

Vin K (1991-93)

Hljómsveitin Vin K starfaði um tveggja ára skeið á tíunda áratug liðinnar aldar og lék það sem skilgreint var sem pönkaður blús, sveitin starfaði með hléum en var mjög virk þess á milli. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Mike Pollock söngvari og gítarleikari, Gunnar Erlingsson trommuleikari og Gunnþór Sigurðsson bassaleikari, þeir félagar fengu stundum Jens Hansson…

Prestó (1992-93)

Hljómsveitin Prestó var starfrækt um skeið í Vestmannaeyjum, á árunum 1992 og 93. Sveitin lék blandaða tónlist og var fyrst og fremst ballhljómsveit, og varð reyndar svo fræg að leika á litla pallinum á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga. Meðlimir Prestó voru Þórarinn Ólason söngvari, Pétur Erlendsson gítarleikari, Birkir Huginsson saxófónleikari, Hersir Sigurgeirsson hljómborðsleikari, Henry Erlendsson bassaleikari og…

Þrír á palli [1] (1987-88)

Kvartettinn Þrír á palli var starfræktur 1987 og var eins konar útibú frá Frökkunum, meðlimir sveitarinnar voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Gunnar Erlingsson trommuleikari og Ásgeir Óskarsson gítarleikari og söngvari en sá síðast nefndi er öllu þekktari sem trommari. Stundum söng Ólafía Hrönn með þeim félögum en Ásgeir var ekki í þeirri útgáfu…

Eftirlitið (1988-91)

Hljómsveitin Eftirlitið starfaði í kringum 1990, hugði á plötuútgáfu og stóra drauma en varð lítið ágengt þótt henni auðnaðist að koma út lögum á safnplötum. Eftirlitið var stofnað snemma árs 1988 af þeim Davíð Frey Traustasyni söngvara og gítarleikara (sem hafði verið söngvari Rauðra flata), Gunnari Hilmarssyni bassaleikara, Einar Val Scheving trommuleikara og Braga Einarssyni…