Rauðir fletir (1986-87)

Reykvíska hljómsveitin Rauðir fletir vakti mikla athygli á sínum tíma þegar mikil deyfð var yfir rokksveitum á Íslandi, sveitin hafði háleit markmið, lifði fremur stutt en sendi þó frá sér tvær plötur. Davíð Freyr Traustason hafði verið söngvari í hljómsveitinni Röddinni og fengið nokkra athygli með þeirra sveit þegar hann ásamt Ingólfi Sigurðssyni trommuleikara (SSSól,…

Eftirlitið (1988-91)

Hljómsveitin Eftirlitið starfaði í kringum 1990, hugði á plötuútgáfu og stóra drauma en varð lítið ágengt þótt henni auðnaðist að koma út lögum á safnplötum. Eftirlitið var stofnað snemma árs 1988 af þeim Davíð Frey Traustasyni söngvara og gítarleikara (sem hafði verið söngvari Rauðra flata), Gunnari Hilmarssyni bassaleikara, Einar Val Scheving trommuleikara og Braga Einarssyni…

Svefnpurkur (1983-84)

Hljómsveitin Svefnpur[r]kur starfaði 1983 og 84, tók þátt í Músíktilraunum haustið 1983 en komst ekki í úrslit. Sagan segir að nafnið hafi komið til sem eins konar skírskotun til Purrks Pillnikks. Upplýsingar um meðlimi sveitarinnar sem munu hafa verið 12 og 13 ára gamlir nemendur í Vogaskóla, eru af skornum skammti en fyrir liggur að…