Hornaflokkur Seyðisfjarðar (1976-77)

Hornaflokkur Seyðisfjarðar starfaði veturinn 1976-77 undir stjórn Gylfa Gunnarssonar sem þá var skólastjóri tónlistarskólans á Seyðisfirði. Engar frekari upplýsingar er að finna um starfsemi sveitarinnar, þó liggur fyrir að þeir Magnús Einarsson, Ólafur Már Sigurðsson og Gísli Blöndal voru meðal meðlima hennar og að sveitin lék ásamt fleirum á jólatónleikum í bænum. Glatkistan óskar eftir…

Hljómsveit Magnúsar Einarssonar og nágrennis (1970 / 2012)

Hljómsveit Magnúsar Einarssonar og nágrennis starfaði sem danshljómsveit á Seyðisfirði árið 1970 eða um það leyti. Það munu hafa verið Magnús Einarsson, Ingólfur Steinsson og Gylfi Gunnarsson (og e.t.v. fleiri) sem starfræktu þessa sveit en þeir félagar áttu fáeinum árum síðar eftir að stofna hljómsveitina Þokkabót. Sveitin lá í marga áratugi í dvala uns hún…

Hljómsveit Grétars Örvarssonar (1983-88)

Grétar Örvarsson tónlistarmaður sem yfirleitt er kenndur við þekktustu hljómsveit sína Stjórnina, starfrækti um nokkurra ára skeið hljómsveit í eigin nafni sem lék lengst af á Hótel Sögu en hann var aðeins 24 ára þegar hann stofnaði sveitina. Hljómsveit Grétars Örvarssonar var stofnuð árið 1983 og var mjög fljótlega farin að leika í Átthagasal Hótel…

Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík (1986-)

Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík (Söngfélag FEB) hefur starfað innan Félags eldri borgara í Reykjavík síðan haustið 1986 og sungið víða um land og erlendis reyndar líka, kórinn hefur gefið út eina kassettu. Söngfélag FEB var stofnað haustið 1986 og var kórstjóri fyrsta árið Kjartan Ólafsson en nafn sitt hlaut félagið reyndar ekki fyrr…

Samkórinn Bjarmi (1946-80)

Samkórinn Bjarmi gladdi Seyðfirðinga og nærsveitunga með söng sínum frá því um miðja síðustu öld og fram til 1980, ekki starfaði kórinn þó alveg samfleytt. Samkórinn Bjarmi mun hafa verið stofnaður formlega árið 1946 en eins konar vísir að honum söng þó á hátíðarhöldum í tilefni af stofnun lýðveldisins tveimur árum fyrr, stjórnandi kórsins þá…

Foxes (1966-68)

Bítlahljómsveitin Foxes var starfrækt í Héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal í Þingeyjasýslu um tveggja vetra skeið árin 1966-68, sveitin sem var skólahljómsveit starfaði einnig utan skólans og lék m.a. á þorrablótum og annars konar samkomum og dansleikjum. Það voru þeir Friðrik Friðriksson trommuleikari, Sæmundur Harðarson gítarleikari, Sigfús Illugason bassaleikari og Pálmi Gunnarsson sem spilaði á…

Valskórinn [3] (1993-)

Blandaður kór hefur verið starfandi innan knattspyrnufélagsins Vals frá árinu 1993 og er líkast til eini starfandi kór innan íþróttafélags hérlendis. Valskórinn var stofnaður haustið 1993 og voru félagar hans í upphafi um þrjátíu manns, en sú tala hefur nokkurn veginn haldist síðast. Margir meðlima kórsins hafa verið lengi í honum en einnig hefur orðið…

Þokkabót (1972-79)

Hljómsveitin Þokkabót lék vandað þjóðlagaskotið popp og var afkastamikil sveit á útgáfusviðinu en minna fór fyrir henni á tónleikum enda starfaði sveitin aðallega í kringum plötuútgáfuna. Sveitin fékk iðulega mjög góða dóma fyrir plötur sínar en flestar þeirra seldust þó ekki ýkja vel. Upphaf sveitarinnar má rekja austur til Seyðisfjarðar en Gylfi Gunnarsson gítarleikari, Ingólfur…