Stjörnupopp [1] (1997)

Árið 1997 var starfrækt hljómsveit sem bar nafnið Stjörnupopp, um eins konar flippsveit var að ræða og varð hún ekki langlíf – upphaflega stóð til að sveitin héti The Toni Braxtons en frá því var horfið af einhverjum ástæðum. Meðlimir Stjörnupopps voru þeir Aðalsteinn Leó Aðalsteinsson trommuleikari, Helgi Guðbjartsson gítarleikari og söngvari, Jóhannes Tryggvason hljómborðsleikari…

Spur [2] (1995-99)

Hljómsveitin Spur var töluvert áberandi á ballmarkaðnum undir lok síðustu aldar en sveitin sendi frá sér tvö lög á safnplötu, þá naut söngkona sveitarinnar töluverðrar athygli þegar hún fór fyrir hönd Íslands í lokakeppni Eurovision en nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn skipuðu reyndar þessa sveit auk hennar. Sveitin starfaði hátt í fjögur ár en þó með…

Móri [1] (1995)

Hljómsveitin Móri keppti vorið 1995 í Músíktilraunum Tónabæjar en komst þar ekki í úrslit með sitt djass- og fönkskotna rokk. Meðlimir Móra voru þeir Guðmundur Þorvaldsson gítarleikari, Helgi Guðbjartsson trommuleikari, Snorri Kristjánsson bassaleikari og Haukur Halldórsson söngvari.

Moonboots (1994-)

Hljómsveitin Moonboots (einnig The Moonboots) fór mikinn á öldurhúsum borgarinnar og víðar í kringum aldamótin síðustu en sveitin sérhæfði sig í ábreiðum frá níunda áratugnum sem féllu í góðan jarðveg hjá fólki, einkum á menntaskólaaldri. Moonboots mun hafa verið stofnuð á fyrri hluta árs 1994 innan Menntaskólans við Hamrahlíð en sami hópur að mestu hafði…

Zorglúbb (1993)

Zorglúbb úr Reykjavík keppti í Músíktilraunum 1993 en varð ekki ein þeirra sveita til að komast í úrslit keppninnar það árið. Sveitina skipuðu þeir Bragi Valdimar Skúlason gítarleikari, Guðmundur Ingi Gunnarsson gítarleikari, Helgi Guðbjartsson trommuleikari, Örlygur Benediktsson hljómborðsleikari og söngvari og Snorri Hergill Kristjánsson bassaleikari.