Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall Jónssonar (um 1985)

Bílddælingurinn Jón Ástvaldur Hall Jónsson starfrækti á níunda áratugnum ballhljómsveit í sínu nafni, sem sérhæfði sig nokkuð í að leika gömul íslensk lög en slíkt var ekkert endilega í tísku á þeim  tíma. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær þessi hljómsveit starfaði á Bíldudal en auk Jóns Ástvalds sem lék á hljómborð og gítar í sveitinni,…

Vesturfararnir (1987-89)

Hljómsveitin Vesturfararnir varð til haustið 1987 þegar þrír brottfluttir Bílddælingar fengu það verkefni að setja saman hljómsveit fyrir árshátíð Leikfélagsins Baldurs á Bíldudal. Þremenningarnir voru þeir Gísli Ragnar Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Þórarinn Hannesson gítarleikari og söngvari en auk þeirra léku á árshátíðinni feðgarnir Ástvaldur Hall Jónsson hljómborðsleikari og Viðar Örn Ástvaldsson trommuleikari…

Brestur (1978-79)

Hjómsveitin Brestur var skólahljómsveit í Barnaskóla Bíldudals veturinn 1978 til 79 og var skipuð þremur fjórtán ára meðlimum skólans sem höfðu nýtt fermingarpeningana sína til að kaupa hljóðfæri. Þeir áttu eftir að koma nokkuð við sögu tónlistarlífs Bílddælinga næstu árin. Meðlimirnir þrír voru Gísli Ragnar Bjarnason söngvari og gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Þórarinn Hannesson…

Bíldudals búggarnir (1986)

Bíldudals búggarnir var hljómsveit sett saman fyrir eina uppákomu á Bíldudal milli jóla og nýárs 1986. Sveitin lék á dansleik ásamt annarri sveit sem einnig var sett saman af þessu tilefni. Meðlimir hennar voru Þórarinn Hannesson söngari, Gísli Ragnar Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari, Viðar Örn Ástvaldsson hljómborðsleikari og Víkingur Gunnarsson trommuleikari.

Sex sex (1985)

Ekki er miklar upplýsingar að finna um hljómsveitin Sex sex frá Bíldudal en hún lék á nokkrum dansleikjum sumarið 1985. Sveitina skipuðu Jón Rafn Bjarnason söngvari, Viðar Ástvaldsson hljómborðsleikari, Gísli Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Víkingur Gunnarsson trommuleikari. Sveitin var að líkindum skammlíf en allar upplýsingar um hana eru vel þegnar.