Hermann Fannar Valgarðsson (1980-2011)

Hermann Fannar Valgarðsson starfaði aldrei sem atvinnutónlistarmaður en hann kom að tónlist frá ýmsum hliðum um ævina. Hermann Fannar fæddist í Reykjavík snemma árs 1980 en var Hafnfirðingur í húð og hár og þekktur stuðningsmaður FH-inga, hann var hljómborðsleikari og tölvumaður í nokkrum hljómsveitum á unglingsárum sínum og þeirra á meðal voru Útópía, Nuance og…

Súrefni (1995-2001)

Hljómsveitin Súrefni náði allnokkrum vinsældum rétt um síðustu aldamót og var þá fremst í flokki sveita sem framleiddu danstónlist en um það leyti var nokkur vakning hér á landi í þeirri tegund tónlistar. Sveitin byrjaði sem hljómsveit, þróaðist þaðan yfir í dúett sem vann mest með tölvur en varð síðar aftur að fullskipaðri hljómsveit með…

Svarta síða skeggið (1998)

Unglingahljómsveit starfaði um tíma í Hafnarfirði undir nafninu Svarta síða skeggið og lék á tónleikum í bænum haustið 1998. Meðal meðlima sveitarinnar voru þeir Hermann Fannar Valgarðsson og Jón Mýrdal Harðarson en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi Svarta síða skeggsins og hljóðfæraskipan.

Útópía [1] (1996)

Hljómsveitin Útópía starfaði í nokkra mánuði í Hafnarfirði sumarið 1996. Þetta var eins konar teknósveit og voru meðlimir hennar Hermann Fannar Valgarðsson, Úlfur Linnet og Oddur Snær Magnússon. Sveitarmeðlimir voru ungir að árum og um haustið breyttu þeir nafni sveitarinnar í Nuance.

Nuance (1996-98)

Nuance var triphopsveit úr Hafnarfirði sem vakti nokkra athygli á seinni hluta tíunda áratugarins. Nuance var stofnuð upp úr annarri sveit, Útópíu, haustið 1996 og vorið eftir keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir voru þá Hermann Fannar Valgarðsson, Oddur Snær Magnússon og Úlfar Linnet, sem allir léku á hljómborð og tölvutengda hluti. Þrátt fyrir ágætis…